Læknaneminn - 01.04.2010, Side 103

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 103
2. og 3. kynslóða kefalóspórína jukust á tímabilinu (p<0,05). Hinsvegar lagðist notkun klóramfenikóls alveg af á seinna tímabilinu, Ályktanir Penicillín lyf eru algengust en notkun 2. og 3. kynslóða kefalóspórína jókst marktækt. Algengasta birtingarmynd þessara sýkinga er nú lungnabólga og sýklasótt. Hátt nýgengi Hi í nýburum og dénarhlutfall af völdum ekki Hib hjá öldruðum vekur athygli. Hib bólusetningin olli fækkun á Hib sýkingum ekki bara hjá ungum bðrnum heldur í öllum aldurshópum. Þrávirk lífræn efni í blóði barnshafandi mæðra á íslandi Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir Leiðbeinandi: Kristín Ólafsdóttir Þrávirk lífræn efni er hópur skyldra efna sem eru stöðug bæði í náttúrunni og i lífverum. Efnin skipta þúsundum og hafa ýmist verið notuð sem skordýraeitur, í iðnaði eða til eldvarnar. Þau eru mjög fituleysanleg og berast því auðveldlega inn í lífverur og eykst magn þeirra eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjuna. Þau berast um heiminn með loft- og sjávarstraumum og finnast nú nær allstaðar eins og á íslandi þar sem notkun flestra efnanna hefur verið sáralitil. Fólk sem lifir á sjávarfangi, eíns og fólk á norðlægari svæðum heimsins hefur því safnað miklu magni þessara efna í sig. Framleiðsla flestra efnanna hefur verið takmörkuð eða bönnuð í langan tíma og því hefur magn efna eins og PCB, DDT og HCH minnkað (náttúrunni á síðustu árum, en ný efni eins og PBDE (eldvarnarefni) og PFC (perflúorefni) eru farin að aukast í staöinn. Flest efnin eru lítið bráðeitruð, en langtímaáhrif eru talin tengjast ónæmiskerfinu, hormónabúskap og sum eru krabbameinsvaldandi. Talið er að fóstur séu viðkvæmust fyrir áhrifum efnanna, (þessari rannsókn var athugaður styrkur ýmissa lífrænna efna í blóði mæðra. Konur á 30.-40. viku meðgöngu gáfu 20 mL blóðsýni og svöruðu stuttum spurningalista. Blóðið var greint og styrkur eftirfarandi þrávirkra lífrænna efna mældur: 18 PCB efni, HCB, 6 PBDE efni, 3 HCH-efni, 4 klórdan-efni, 2 toxafen-efni og 4 DDT-efni og í 10 konum var mælt magn 2. PFC efna. Markmið rannsóknarinnar var fylgjast með þróun mengunar í konum á Islandi. Einníg étti að athuga hvort styrkur þeirra tengdist líkamsþyngdarstuðlí, fæðuvenjum, aldri, barnafjölda og tímalengd brjóstagjafar. (Ijós kom að frá 2004 hefur verið marktæk lækkun á magni PCB efna, HCB og þ-HCH, trans-nónaklórs, oxýklórdans og p,p’-DDE. í fyrsta sinn var verið að mæla PBDE og perflúorefni. ísamanburði víð norðlægari svæði og Kanada erum við nær lægri mörkunum hvað varðar PFC og styrkur PBDE er svipaður og í eldri konum í Kanada. Frá árinu 1995 hefur magn PCB lækkað um 33%, magn HCB lækkað um 36%, þ-HCH hefur lækkað um 17%, trans-nónaklór hefur lækkað um 35%, magn oxýklórdans hefur lækkað um 35% og p,p'-DDE hefur lækkað um 26%. Þetta gæti þýtt aó styrkur þessara efna er að lækka í náttúrunni en einnig eru matarvenjur fólks að breytast, Fólk borðar minna sjávarfang en áður og meira af framleiddum mat. Notkun efnanna hefur einnig minnkað til muna. Sama þróun hefur sést í nélægum löndum. Tjáning kolvetna blóðflokka á undirhópum hvítra blóðkorna ákvörðuð með hjálp flæðifrumusjár Rakel Ingólfsdóttir'!, Annika Hult2-3, Martin L Olsson2'5- 'Læknadeild Háskóla (slands, 2Lund University Hospital, Sweden, ’Division of Hematology and Transfusion Medícine, Department of Laboratory Medicine, Lund University, Lund Sweden, Inngangur Það eru >300 þekktir mótefnavakar á rauðum blóðkornum og eru þeir flokkaðir (blóðflokka kerfi, samansöfn og raðir eftir erfðafræðilegri vitneskju um þá. Mótefnavakar ABO blóðflokka kerfisins og P1/Pk/P tengdir mótefnavakar hafa allir kolvetna uppbyggingu og eru þeir meðal klinískt mikilvægustu mótefnavaka blóðflokkanna. Suma blóðflokka mótefnavaka er hægt að finna í seytum líkamans, (öðrum vefjum, i blóðvökva og á yfírborði hvítra blóðkorna (HBK). Tjáning blóðflokka mótefnavaka á HBK hefur þó verið þrætuepli i mörg ár. Efniviður og aðferðir Flæðifrumusjér var notaður til þess að magngreina gróflega tjáningu A, B, Pk, P og P1 mótefnavaka á mismunandi undirhópum HBK: T-hjálpar fruma(CD4), T-dráps fruma(CD8), B fruma, kleifkirninga, náttúrulegra dráps(NK) fruma og hnattkjarnaátfruma. HBK voru einangruð úr blóðprófum og merkt með einstofna mótefnum. Eftir það voru frumurnar lesnar af FACS Calibur flæðifrumusjá og niðurstöðurnar greindar með Cellquest hugbúnaðinum. í heildina voru 37 blóðpróf frá heilbrigðum sjálfboðaliðum með ákjósanlega svipgerð notuð í rannsóknina. Þar af voru 12 blóðpróf úr A blóðflokki: 3 A, seytar, 3 A, ekki seytar, 3 A2 seytar og 3 A2 ekki seytar, 6 úr B blóðflokki: 3 seytar og 3 ekki seytar og að lokum 19 úr 0 blóðflokki. Niðurstöður T próf fyrir einn hóp var notað til bess að ákvarða hvort tjéning A, B, Pk, P and P1 mótefnavaka á hverjum undirhópi HBK, var tölfræðilega marktæk. Prósent jákvæðra frumna voru notuð sem próf breyta og próf gildin voru neikvæðu viðmiðunar gildin (t.d. blóðflokkur 0 fyrir A/B mótefnavaka). A/B mótefnavakar voru marktækt tjáðir á öllum rannsökuðum undirhópum HBK(P<0.05). Að aukí sýndu B- og T-frumur tilhneigingu til sterkari tjáningar A/B mótefnavaka hjá seytum en ekki seytum. Pk mótefnavakar voru marktækt tjáðir á T frumum(CD4 og CD8) og kleifkirnungum. Tjáning P mótenavaka var marktæk á öllum HBK undirhópunum að undanskildum NK frumunum. T- og B eitilfrumur sýndu tilhneigingu til sterkari tjáningar P mótefnavaka (P1+ blóðsýnum en Pl- sýnum. B frumur, kleifkirningar og hnattkjarnaátfrumursýndu veika tjáníngu P1 mótefnavaka(5-13% frumna jákvæðar) en þar sem einungis 3 Pl+ próf voru rannsökuð var tjáningin ekki marktæk(P>0.05). Ályktun Tjáning kolvetna mótefnavaka á HBK var ákvörðuð með hjélp flæðifrumusjá og niðurstöðurnar voru að einhverju leyti frábrugðnar niðurstöðum fyrrí rannsókna, Það sem kom mest á óvart var A/B mótefnavaka tjáning á eitilfrumum úr blóðprófum ekki seyta. Áður fyrr var þvi haldið fram að einungis seytar tjáðu A/B mótefnavaka á HBK og að mótefnavakarnir kæmu frá plasma og því væri tjáning þeirra undir stjórn seyti genasætisins(FUT2). Að auki hefur ekki fyrr verið greint frá tjéningu A/B mótefnavaka á kleifkirnungum og hnattkjarnaátfrumum. Tjáningarmynstur P/ Pk/P1 er einnig að einhverju leyti frábrugðið niðurstöðum fyrri rannsókna en krefst frekari greiningar. Lykiiorð Blóðflokkar, hvít blóðkorn, mótefnavakar, flæðifrumusjá Clostridium difficile sýkingar á Landspitala - háskólasjúkrahúsi 1998-2008 Rúnar Bragi Kvaran', Elsa Björk Valsdóttir1'2, Helgi Kjartan Sigurðsson2 og Magnús Gottfreðsson''3 ’Læknadeild Háskóla fslands; 'Landspitali - háskólasjúkrahús, skurðdeild og 3smitsjúkdómadeild.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.