Læknaneminn - 01.04.2010, Page 104

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 104
Tilgangur Að kanna faraldsfræði og alvarleika ristilbólgu af völdum C. difficile á LSH og meta hvort meinvirkni sýkingarinnar hafi aukist á íslandi líkt og víða á Vesturlöndum. Efniviður og aðferðir Sýkingar með C. difficiie á LSH árin 1998- 2008 voru fundnar með því að finna jákvæð eiturefnapróf í hægðasýnum. Klínískar upplýsingar um sjúklinga sem greindust sjötta hvern mánuð á rannsóknartímabilinu voru skoðaðarsérstaklega. Niðurstöður Á11 ára tímabili reyndist 1.861 sýni af 11.981 (16%) jákvætt fyrir C. difficile og einstakar sýkingar voru 1.492. Nýgengi sýkingar hækkaði um 29% á tímabilinu og var hæst í aldurshópnum >80 ára í hverjum það var 387 sýkingar. 249 sýkingar greindust á LSH í janúar og júni árin 1998-2008. Falskt jákvæð eða ómarktæk mótefnavakapróf voru 12 (5%). Meirihluti sjúklinga (n = 170, 72%) tók sýklalyf innan þriggja mánaða fyrir sýkingu og algengasta einkenni sýkingar var niðurgangur (88%). 173 (93%) þeirra sem nægar upplýsingar fundust um náðu bata eftir sýklalyfjameðferð og enginn gekkst undir aðgerð. Ályktun Sýkingum hefur fjölgað undanfarin ár en ekki jafnmikið og innsendum sýnum. Fáir sýkjast án þess að hafa einn eða fleiri þekktra áhættuþátta. Flestum dugði stök meðferð með metrónídazóli til þess að uppræta sýkingu. Meinvirkni C. difficile virðist ekki hafa aukist hérá landi. Rut Skúladóttir Inngangur Skurðaðgerð er helsta meðferðin við lungnakrabbameini og er langoftast beitt blaðnámi. Markmið þesssarar rannsóknar var að kanna ábendingar og snemmkomna fylgikvilla blaðnéms á íslandi. Efniviður og aðferðir 213 sjúklingar sem gengust undir blaðném vegna lungnakrabbameins é árabilinu 1999- 2008. Kannaðar voru ébendingar, fylgikvillar, æxlisgerð og TNM-stigun. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhættuþætti fylgikvilla. Niðurstöður 85 sjúklingar (40%) greindust fyrir tilviljun en aðrir vegna einkenna sjúkdómsins. Kirtilmyndandi (62%) og flöguþekjukrabbamein (29,1%) voru algengust. Flestir greindust á stigi I (59,6%) og stigi II (17,8%), 7% á stigi IIIA og 14,8% á stigum IIIB-IV. Miðmætisspeglun var gerð hjá 13,6% sjúklinga fyrir blaðnámið. Meðal aðgerðartimi var 128 mín. og blæðing í aðgerð 580 ml. Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega fylgikvilla og 36 (17%) minnihéttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%) og gáttatif/flökt (6,1%). Tólf sjúklingar þurfu enduraðgerð, tveir vegna fleiðruholssýkingar og einn vegna berkjufleiðrufistils. Eldri sjúklingar með hátt ASA skor og langa reykingassögu voru í aukinni hættu á að fá fylgikvilla eftir aðgerðirnar. Legutími eftir aðgerð var 10 dagar (miðgildi). Enginn sjúklingur lést <30 daga frá aðgerð en fjórir (1,9%) < 90 daga frá aðgerð. Ályktun Skammtímaérangur blaðnámsaðgerða vegna lungnakrabbameins er góður hér á landi samanborið við aðrar rannsóknir. Áhrif oflipurðar á stoðkerfiseinkenni í ungmennum Sigurbjörg Ólafsdóttir, Helgi Jónsson1,2. 'Læknadeild Háskóla íslands, 26igtardeild LSH. Inngangur Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna sambandið milli oflipurðar og stoðkerfis- einkenna og áhrif oflipurðar á íþróttaiðkun. Árið 1997 var gerð rannsókn þar sem 267 tólf ára skólabörn voru metin með tilliti til oflipurðar og reyndist algengi oflipurðar mjög hátt hér á landi, einkum hjá stúlkum, en enginn marktækur munur fannst þá á hópunum með tilliti til stoðkerfiseinkenna. Efniviður og aðferðir 163 íslensk ungmenni úr sama hópi, fædd á árunum 1984 og 1985, voru skoðuð samkvæmt Beighton skilmerkjum líkt og gert var i fyrri rannsókninni. Þé svöruðu 23 einstaklingar til viðbótar spurningum í gegnum síma og voru svör þeirra tekin með við mat á ofhreyfanleika í liðum samkvæmt sérhönnuðum spurningalista. Allir þátttakendur svöruðu spurningum varðandi verki í liðum, tognanir, liðhlaup, íþróttaiðkun og fleira. Niðurstöður Algengi oflipurðar (Beighton a4) var 33,7% hjá konum og 16,2% hjá körlum. Þessar niðurstöður eru svipaðar og í fyrri rannsókninni. Öll Beighton skilmerkin voru algengari meðal kvenna fyrir utan yfirréttu í hnjám um a10°, sem var algengari hjé körlum. Konur sem fengu a2 stig é Beighton kvaróanum virtust líklegri til verkja (80,3% vs. 58,6%, x2 P<0,05) og einnig sést aukin tilhneiging til íþróttameiðsla hjá þessum hópi. Karlar sem fengu a2 stig höfðu hins vegar marktækt síður þurft að hætta íþróttaiðkun vegna meiðsla (9,7% vs. 44,8%; p<0,01) en ekki var marktækt samband milli Beighton stigafjölda og liðverkja hjé körlum. Ofhreyfanleiki i hnjám olli þó marktækt frekar verkjum á því svæði (61,5% vs. 34,7%; p<0,01) og tilhneiging sést í sömu átt varðandi önnur einstök svæði. Samkvæmt spurningalistanum var algengi ofhreyfanleika (a2 skilmerki uppfyllt) 66,0% hjá konum og 33,8% hjá körlum. Konur með &2 stig á spurningalistanum höfðu oftar þurft að hætta íþróttaiðkun vegna meiðsla (28,6% vs. 3,8%; p<0,05) og fengu einnig marktækt frekar verki í liði (81,4% vs. 61,1%; p<0,05). Ekki var marktækur munur hjá körlum í þessu sambandi. Ályktanir Algengi oflipurðar er mjög hátt hérlendis hvort heldur sem notuð eru Beighton skilmerki sem byggjast á skoðun eða spurningalisti sérhannaður til mats á ofhreyfanleika. Algengið breytist lítið á aldrinum 12 til 24 ára. Heildaráhrif oflipurðar á stoðkerfiseinkenni og íþróttaiðkun virðast ekki mjög mikil en þó sást aðeins aukin tilhneiging til verkja og íþróttameiðsla hjá konum. Ofhreyfanleiki (hnjám virðist hins vegar valda auknum líkum á verkjum í hnjám. Vandamál í kjölfar viðbeinsbrota Höfundur: Sólveig Sigurðardóttir Inngangur Hingað til hafa viðbeinsbrot almennt verið álitin einfaldur áverki sem lagast með einfaldri meðferð og án mikilla fylgikvilla. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að vandamál í kjölfar viðbeinsbrota geta verið töluverð og auknar efasemdir eru um að sama meðferð henti öllum. Efniviður og aðferðir Upplýsingum var safnað um alla fullorðna einstaklinga (16-65 ára), búsetta á höfuð- borgarsvæðinu sem komu é slysadeild LSH með viðbeinsbrot á érunum 2003-2007. Níutíu og fimm einstaklingar á aldrinum 16- 65 ára sem fengu hefðbundna meðferð við viðbeinsbroti á þessu tímabili svöruðu s.k. DASH (disability of arm, shoulder and hand) spurningalista. Þar er spurt um einkenni síðastliðna viku frá öxl, handlegg éða hendi og getu einstaklinga til að framkvæma ákveðin verk. Niðurstöðurspurningalistans eru á skalanum 0-100, þar sem 0 er engin fötlun og 100 er hámarks fötlun. Niðurstöður Niðurstaða DASH spurningalistans var að meðaltali 11,7. Konur voru með marktækt verri útkomu, að meðaltali 17,6 á móti 10,0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.