Læknaneminn - 01.04.2010, Side 106

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 106
traust sjúklinganna og fá betri sjúkrasögu en ella. Hins vegar greina nemarnir frá fjöldamörgum dæmum um að kennarar þeirra brjóti á sjúklingum, aðstandendum eða læknanemum og segjast allir hafa upplifað slikt. Læknanemarnir telja sig ekki geta rætt slík tilvik við kennara sína né gagnrýnt framkomu þeirra. Þeir reyna hins vegar stundum að bæta fyrir hegðun kennarans gagnvart sjúklingum. Ályktanir Draga má þá ályktun af rannsókninni að siðfræði- og samskíptafræðikennslu fyrir læknanema við HÍ sé að sumu leyti ábótavant. Sumir kennarar í klínískum greinum eru góðar fyrirmyndir, en af lýsingum læknanemanna að dæma má ætla að þörf sé á að auka vitund einstakra kennara um siðfræði- og samskiptahluta læknisstarfsins. Leggja þyrfti meiri áherslu á hlutverk kennaranna sem fyrirmyndir og á þá leiðsögn sem nemarnir þarfnast á þessum sviðum. Jafnframt má vera að siðfræði- og samskiptafræðikennsla á fyrstu tveimur námsárunum miðist um of við aðstæður í heimilislækningum og veiti ónóga undirstöðu fyrir verknám á spítala. Árangur afnæmismeðferðar á íslandi 1977- 2006 Sverrir Gauti Ríkarðsson læknanemiu, Yrsa B Löve læknir2, Davíð Gíslason yfirlæknir3, Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir1-2 'Læknadeild, Háskóla fslands. !Ónæmisfræðídeild, Landspítali - héskólasjúkrahús. Hringbraut, 101 Reykjavik. !Göngudeild astma og ofnæmis- sjúkdóma. Landspítali - háskólasjúkrahús, Fossvogi. Inngangur Tíðni ofnæmis hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og er nú talið að allt að 25-30% íbúa iðnríkjanna sýni einkenni ofnæmis í einhverri mynd. Meðferðarúrræðin hafa annars vegar falist í fyrirbyggjandi og einkennamiðaðri meðferð og hins vegar í afnæmingu. Efniviður og aðferðir Á rannsóknartímabilinu 1977-2006 hófu 289 einstaklingar afnæmismeðferð á göngudeild astma- og ofnæmissjúkdóma á LSH. Af þeim 169 sem náðist (, samþykktu 128 (76%) frekari þátttöku í rannsókninni. Niðurstöður Árangur afnæmismeðferðar var verulegur meðal þátttakenda að meðaltali 20 árum eftir að meðferð lauk. Flestir þátttakenda voru afnæmdir gegn vallarfoxgrasi (92%) en hlutfall afnæmra gegn birki, köttum og rykmaurum var um 30%. Tæp 70% þátttakenda voru einkennalausir/betrí af sínu ofnæmi við eftirfylgd. Niðurstöður leiddu í Ijós að körlum vegnaði að jafnaði betur en konum (p=0,04). Ættarsaga um ofnæmi var algengari hjá þeim sem fengu bata af meðferðinni samanborið við einstaklinga án ættarsögu (p=0,02). Meðferðin hafði jákvæð áhrif á astma. Ályktanir Afnæmismeðferð sem stendur yfir í 3-5 ár að meðaltali dregur almennt úr einkennum ofnæmissjúklinga til lengri tíma. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að meðferðin dragi úr líkum á að ofnæmissjúklingar þrói með sér astma eða nýjar gerðir ofnæmis. Lykiiorð ofnæmi, afnæmismeðferð, astmi, frjókorn Tengiliður Björn Rúnar Lúðvíksson. E-mail: bjornlud@landspitali.is Algengi fyrirburafæðinga á íslandi árin 1998-2007 Sylvía Björg Runólfsdóttir (a), Hulda Hjartardóttir (b), Ragnheiður I. Bjarnadóttir (b), Þórður Þórkelsson (b) (a) Læknanemi, Háskóla Islands. (b) Læknir, Landspítala Inngangur Fyrirburafæðing, skilgreind sem fæðing fyrir 37 vikna meðgöngu, er helsta orsök nýburadauða í hinum vestræna heimi. Sýnt hefur verið fram á að margir mismunandi þættir svo sem erfðir, þjóðfélagsleg staða, kynþáttur, aldur móður, frumburður, fjölbura-meðganga, reykingar, tilfallandi sýkingar og ónæmisþættir geta haft áhrif á tiðni fyrirburafæðinga og sett hefur verið fram sú kenning að liklega sé um samspil þessara þátta að ræða. Hlutfall fyrirburafæðinga virðist fara hækkandi. Síðan 1981 hefur tíðni fyrirburafæðinga hækkað úr 9% í 12% í Bandaríkjunum. Einnig hafði fyrirburafæðingum fjölgað í Danmörku (5.3% til 6.1%) og Noregi (6.0% til 6.4%) frá árinu 1995 til 2004. Á sama tíma fjölgaði sjálfkrafa fyrirburafæðingum hjá frumbyrjum með enga þekkta áhættuþætti í Danmörku úr 3.8% í 5.7%. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort hlutfall fyrirburafæðinga hefði breyst á íslandi á árunum 1998-2007 líkt og gerst hefur í löndunum í kringum okkur. Efniðviður og aðferðir Upplýsingar um fæðingar voru fengnar úr íslensku fæðingaskránni, sem hefur að geyma upplýsingar um allar fæðingar á íslandi á rannsóknartímabilinu. Niðurstöður Aðalniðurstaða er sú að algengi fyrirburafæðinga hefur aukist úr 4.6% árið 1998 í 5.4% árið 2007, eða sem nemur 0.4 prósentustigum (p= 0.007), Hlutfall fyrirburafæðinga (hópi frumbyrja í lág- áhættuhópi hefur aukist úr 4.0% árið 1998 í 5.2% árið 2005 (p= 0.042). Hlutfall fjölburafæðinga og frumbyrja hefur ekki aukist marktæktá rannsóknartímabilinu. Umræða Hluftall fyrirburafæðinga virðist vera ívið lægra á íslandi en í þeim löndum sem við miðum okkur við, svo sem Skandinavíu. Leitast þarf við að skýra hækkandi hlutfall fyrirburafæðinga I hópi frumbyrja í lág- áhættuhópi. Von rannsakenda er sú að með auknum rannsóknum á fyrirburafæðingum, algengi þeirra og áhættuþáttum muni finnast leið til að koma í veg fyrir hluta þeirra og bjarga þannig enn fleiri börnum en unnt er í dag. Framrás nýrnameins af völdum sykursýki 1 á íslandi Unnur Lilja Þórisdóttir', Ólafur S. Indriðason2, Rafn Benediktsson''3, Runólfur Pálsson1-2 'Læknadeild Háskóla Islands; !nýrnalækningaeining og !efnaskipta- og innkirtlalækningaeining lyflækningasviðs, Landspítala Inngangur Nýrnamein er alvarlegasti fylgikvilli sykursýki og stuðlar að minnkuðum lífslíkum sjúklinga. Þá er sykursýkinýrnamein algengasta orsök lokastigsnýrnabilunar (LSNB) víða á Vesturlöndum en á íslandi hefur það verið mun fátíðari orsök nýrnabilunar en víðast annars staðar. Er það athyglisvert í Ijósi þess að nýgengi sykursýkinýrnameins hérlendis hefur verið svipað og gerist meðal annarra þjóða. Framrás sjúkdómsins gæti því verið hægari hérlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þróun nýgengis og framrás nýrnameins meðal sjúklinga með tegund 1 sykursýki á íslandi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og beindist að öllum þeim er greindust með tegund 1 sykursýki á fslandi fyrir 2002. Þessir einstaklingar voru fundir með leit í skrá göngudeildar sykursjúkra á Landspítala og með leit að kóðuðum útskriftargreiningum er innifólu tegund 1 sykursýki í tölvukerfi Landspítala. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám. Sjúklingar voru skilgreindir með tegund 1 sykursýki ef þeir greindust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.