Læknaneminn - 01.04.2010, Page 107

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 107
fyrir 30 ára aldur og voru insúlínháðir frá upphafi. Sykursýkinýrnamein var skilgreint sem viðvarandi próteinmíga (albúmínmiga) við heimsókn á göngudeild í þrjú skipti í röð með minnst tveggja mánaða millibili. Próteinútskilnaður í þvagi var metinn með strimilprófi (Albustix®) eða með mælingu albúmín/kreatíntín hlutfalls. Sjúklingum var skipt I hópa eftir greiningarárum, og náði hver hópur yfir 5 ára tímabil. Sjúklingum var fylgt eftir til ársloka 2008, til síðustu komu eða til dánardags. Niðurstöður Alls fundust 464 sjúklingar með tegund 1 sykursýki. Meðallengd eftirfylgdar var 23,13 ± 12,8 ár (meðaltal ± staðalfrávik). Á rannsóknartímabilinu hvarf 61 sjúklingur (13,1%) úr eftirliti að meðaltali 17,5 ± 11,8 érum frá greiningu. Eftirfylgd var a.m.k 20 ára hjá 247 sjúklingum og a.m.k. 40 ára hjá 48. Alls greindust 74 sjúklingar með viðvarandi próteinmigu. Safngengi próteinmigu eftir 20 ár með sykursýki var 15,8% og 31,6% eftir 40 ár. Ekki var marktækur munur á 20 ára safngengi nýrnameins milli hópa en það var á bilinu 9,7 - 22,8%. Tilhneiging til lækkunar í éranna rás virtist þó koma fram því hjá þeim sem greindust á árunum 1976-80 var safngengið 19%, hjá þeim sem greindust 1981-85 var það 17% og 14,8% meðal sjúklinga sem greindust1986-90. Meðal eftirfylgdartími eftir greiningu próteinmigu hjá þeim sem greindust með hana en þróuðu ekki með sér LSNB var 11,8 ± 9,1 ár. Alls fengu 18 sjúklingar LSNB og greindust þeir með próteinmigu að meðaltalí 10,5 ± 9,6 árum áður (spönn 0,31-29,3 ár). Safngengi LSNB eftir 40 ár með sykursýki var 13,2%. Leiðrétt meðaltal sykraðs hemóglóbíns (HbAlC) var 8,70 hjé sjúklingum sem fengu próteinmigu en 8,09 hjá þeim sem ekki fengu próteinmigu (p=0,02). Átyktun Safngengi sykursýkinýrnameins hefur ekki lækkað að sama marki og i Danmörku og Svíþjóð en þrátt fyrir það er LSNB af völdum sjúkdómsins mun fátíðari hér á landi. Það ésamt því að fjölmargir hafa próteinmigu árum eða áratugum saman án þess að þróa LSNB bendir eindregið til hægfara framrásar nýrnameins. Blóðsykurstjórnun var marktækt betri hjá þeim sem ekki fengu nýrnamein. Lykiiorð Safngengi, sykursýkinýrnamein, próteinmiga, lokastigsnýrnabilun, tegund 1 sykursýki Hestaslys á íslandi 2000-2008. Höfundur: William Kristjánsson. Leiðbeinendur: Brynjólfur Mogensen og Jón Magnús Kristjánsson. inngangur Hestamennska er vinsælt áhugamál fjðlda íslendinga. Hún hefur haft það orð á sér að geta valdið alvarlegum slysum. Stærð, þyngd og hraði hestsins ásamt því landslagi sem riðið er í skiptir máli í tengslum við alvarleika slysanna. Ekki má gleyma reynslu knapa og mikilvægi þess að hann velji sér hest eftir sinni eigin getu. Þrátt fyrir miklar vinsældir eru orsakir og afleiðingar hestaslysa hér á landi ekki vel þekktar og eru markmið rannsóknarinnar að varpa Ijósi á þá þætti. Efniviður og aðferðir Skoðaðar voru allar komur sjúklinga á Slysa- og bráðadeild(SBD) vegna hestaslysa fyrir árin 2000-2008 með tilliti til hefðbundinna faraldsfræðilegra þátta s.s. kyns, aldurs, tíma komu ofl. Einnig voru sjúkraskrár innlagðra fyrir 2003-2008 skoðaðar m.t.t. áverkamunsturs og alvarleika áverka skv. áverkastigi og áverkaskori, fjölda aðgerða, legudaga, myndgreiningarrannsókna ásamt fleiri þátta. Fjöldi látinna fékkst frá Hagstofu íslands. Niðurstöður Alls voru 1.849 komur vegna hestaslysa á SBD á rannsóknartímabilinu, þar af voru 191 lagðir inn vegna áverka sinna(10,3%). Um 58,7% slasaðra voru konur, en 41,3% karlar. Algengast var að stúlkur á aldrinum 10-19 ára slösuðust. Þau likamssvæði sem oftast hlutu áverka voru höfuð og neðri útlimir. Sjö létust á árunum 2000-2007. Umræður Hestaslys eru algeng og áverkar eru alvarlegri en í öðrum íþróttaslysum. Stúlkur og ungar konur verða oftar fyrir slysum af völdum hesta. Það er nauðsynlegt að leggja áherslu á góðan búnað og hest í tengslum við forvarnarstarf. Áverkar af völdum þessara slysa eru miklir og á undanförnum árum hafa andlát af völdum þeirra verið um eitt á ári. Lykiiorð Hestaslys, hjélmanotkun, áverki, alvarleiki áverka. Brátt andnauðarheilkenni (BAH) á gjörgæsludeildum LSH 2004-2008 Þórður Skúli Gunnarsson', Kristinn Sigvaldason* 2, Kristbjörn I. Reynisson3, Alma D. Möller2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, 3Röntgendeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Inngangur Brátt andnauðarheilkenni (BAH) eða acute respiratory distress syndrome (ARDS) er einn af erfiðustu sjúkdómum sem fengist er við á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa. Heilkennið felur í sér bráða öndunarbilun með dreifðum íferðum í báðum lungum í kjölfar annars sjúkdóms, slyss eða skurðaðgerðar. Öndunarbilunin orsakast af bólguviðbragöi í lungum sem eykur gegndræpi háræða og mikill bjúgur safnast fyrir f lungnablöðrur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni BAH á íslandi og horfursjúklinga tímabilið 2004-2008 og bera saman við eldri (slenska rannsókn sem náði yfir tímabilið 1988-1997. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturvirk og náði til gjörgæsludeílda Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut tímabilið 2004- 2008. Farið var yfir gjörgæslunótur og sjúkdómsgreiningar allra sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeildir LSH á tímabilinu og sjúkraskrár sjúklinga með alvarlega öndunarbilun voru skoðaðar sérstaklega með tilliti til þess hvort þeir féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á BAH eða ekki. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, orsök, APACHE II stig, tíma frá áfalli að byrjun heilkennis og hvort sjúklingur lifðu veikindin af eða ekki. Skráð var notkun öndunarvéla, tímalengd, stillingar, Pa0./Fi02 hlutfall og ef notuð var sérhæfð öndunarvélameðferð, svo sem hátíðniöndunarvél (HFOV) eða hjarta- og lungnavél (ECMO). Úrvinnsla fór fram með Excel töflureikni og voru reiknuð meðaltöl með staðalfrávíkum. Upplýsingar um mannfjölda á Islandi voru fengnar frá Hagstofu íslands. Niðurstöður Alis reyndust 224 sjúklingar vera með alvarlega öndunarbilun. Af þeim reyndust 120 sjúklingar falla undir alþjóðlega skilgreiningu á BAH, 66 karlar og 54 konur, og var meðalaldur 55 ár. Meðallegutími á gjörgæsludeild var 17,5 dagar (±13,5 dagar) en legutími á sjúkrahúsi 33,1 dagur (±29,5 dagar). Meðaltími frá áfalli að staðfestum BAH var 3,3 dagar (±2,2 dagar). Nýgengi var24 tilfelli á ári, eða 7,9 tilfelli á 100.000 íbúa/ár. Tilfellum hefur fjölgað fré tímabilinu 1988-1997 en þá voru tílfelli 15,5 á ári eða 6,9 tilfelli á 100.000 þús íbúa/ér. Alls létust 36 sjúklingar vegna heilkennisins á gjörgæsludeild eða 30% sjúklinga. Dánarhlutfall á gjörgæslu hefur því lækkað um 25% frá tímabilinu 1988-1997 en þá reyndist dánarhlutfall vera 40%. Ályktun Nokkur aukning virðist hafa orðið á nýgengí BAH á íslandi en dánarhlutfall hefur hins vegar lækkað töluvert líkt og á gjörgæsludeildum négrannaþjóða. Framfarir í gjörgæslumeðferð virðast vera að skila sér í betri horfum sjúklinga með BAH.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.