Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 4

Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 FRÉTTIR FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is * Tilboðið gildir september 2023 eða á meðan birgðir endast. 42.390 kr. m/vsk.51.070 kr. m/vsk. 56.950 kr. m/vsk. TILBOÐ MÁNAÐARINS* -20% + 2 POKAR AF STALDREN FYLGJA FRÍTT MEÐ SAGKÖGGLAR (500 kg.) BRETTI AF SAGI (21 stk.) BRETTI AF SPÆNI (21 stk.) Geitamjaltir: Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu – Beiðni hennar um úttekt á mjólkurvinnslu sinni „féll milli skips og bryggju“ Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinólfsdóttir, geitabóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, hefði ekki fengið úttekt hjá Matvælastofnun á aðstöðu sinni til mjólkurvinnslu, þrátt fyrir að hafa sent inn beiðni þess efnis í lok júní. Skýringin sem starfsmaður stofnunarinnar gefur á seinaganginum er að erindi Höllu hafi „fallið milli skips og bryggju“ hjá honum. „Þetta er óvenjuleg umsókn og hef ég þurft að bíða eftir umsögn sérfræðinga. Engin slík umsókn hefur verið afgreidd í mínu umdæmi áður að mér vitandi. Vegna sumarfría hefur málið svo gleymst, sem er mjög bagalegt fyrir Höllu,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir Matvælastofnunar, í Norðvesturumdæmi í svari við fyrirspurn. Fékk úttekt daginn sem hún hætti að mjólka Halla fékk svo starfsmann í úttekt hjá sér miðvikudaginn 13. september, daginn sem hún hætti að mjólka geiturnar, vegna þess að kindurnar hennar þurfa nú sitt pláss á ný í fjárhúsunum. Halla segir þetta alvarlegt mál þar sem heilt sumar hafi verið eyðilagt hjá henni hvað varðar sölu á geitamjólkurafurðum sínum og að öllum líkindum talsverð verðmæti tapast. Hún segir að allt stefni í að hún fái leyfi til sölu á mjólkinni sinni athugasemdalaust. Það sé hins vegar of seint. Fullkomlega óásættanleg málsmeðferð „Skoðun okkar er að sjálfsögðu sú að svona meðferð mála er fullkomlega óásættanleg,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli. „Ég grennslaðist fyrir um þetta tiltekna mál og virðist meginorsökin liggja í að sótt var um úttektina í júní þegar starfsmenn voru að detta í sumarfrí og hvorki sá sem fékk umsóknina á sitt borð né sá sem hann ætlaði að koma henni til brugðust við þrátt fyrir að Halla hafi ítrekað spurst fyrir um stöðuna og henni lofað að brugðist yrði við. Sumarfrístími er engin afsökun ef opið er fyrir umsóknir og ekki tekið fram þegar þær eru mótteknar að þær verði ekki afgreiddar fyrr en eftir tiltekna dagsetningu þegar starfsmenn eru komnir úr fríi. Vonandi sjá stjórnendur stofnunarinnar til þess að svona endurtaki sig ekki í framtíðinni.“ Seinagangur í afgreiðslu umsókna „Í gegnum tíðina höfum við heyrt af alls konar málum sem eru jafnólík og þau eru mörg og já, hluti þeirra hefur tengst seinagangi í afgreiðslu umsókna, að fólk bíði og bíði og fái engin svör. Það sorglegasta er hve margir, bæði þeir sem eru ekki byrjaðir og þeir sem hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt í sinni starfsemi, hafa hætt við eða ekki lagt í að fara út í frumkvöðlastarfsemi, því þeir upplifa að það þýði að þeir þurfi að fara í átök við kerfið. Samskipti frumkvöðla og eftirlits eiga ekki að þurfa að vera þannig og hef ég nú sjálf persónulega reynslu af slíkum slag eftir að við vorum kærð af Lyfjastofnun fyrir að rækta hamp, þrátt fyrir að þau vissu fullvel að við vorum með skriflegt leyfi frá Matvælastofnun. Þá urðum við fórnarlamb í valdabaráttu tveggja stofnana, þar sem hvorki var gætt meðalhófs né viðhöfð góð stjórnsýsla,“ segir Oddný. Hún segir mikilvægt að báðir aðilar, framleiðandi og eftirlitsaðili, fari inn í ferlið með það markmið að vera lausnamiðaðir. „Þetta á ekki að vera slagur, þar sem annar vinnur og hinn tapar; heldur einlægur vilji beggja að gera vel og finna leiðir til að láta verkefnið ganga upp um leið og matvælaöryggi og velferð dýra er tryggð. Ef það væri alltaf gert, væru vandamálin ekki svona mörg. Svo er rétt að nefna að í fjölmörgum tilfellum gengur ferlið, þessi samskipti, mjög vel og eftirlitsaðilar bæði lausnamiðaðir og afgreiða málin hratt og vel. Það er jú þannig að við heyrum helst af þeim málum þar sem illa gengur, ekki þeim málum sem ganga hratt og vel fyrir sig.“ /smh Huðnur hafa verið mjólkaðar í sumar í Ytri-Fagradal en ekki hefur enn mátt selja mjólkina þaðan. Mynd / Aðsend Halla Sigríður Steinólfsdóttir, geitabóndi í Ytri-Fagradal. Mynd / smh Oddný Anna Björnsdóttir. Land og Skógur: Ágúst verður forstöðumaður Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Land- græðslunnar og Skógræktarinnar. Í tilkynningu frá matvæla­ ráðuneytinu segir að Ágúst hafi verið sveitarstjóri Rangárþings ytra frá árinu 2014 til 2022 og rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2004 til 2014, þar sem hann stýrði m.a. sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Þá starfaði Ágúst sem lands ráðsnautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá Bændasamtökum Íslands frá árinu 1996 til 2004. Ágúst hefur setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars landbúnaði, landgræðslu, hrossarækt og háskólamálum. Hann hefur ritað fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísinda­ og ráðstefnuritum ásamt greinum í fagtímarit og blöð. Land og skógur tekur formlega til starfa 1. janúar 2024. /sá Ágúst Sigurðsson. Mynd / Aðsend Skeljungur kaupir Búvís Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin hafa verið öflug í sölu tilbúins áburðar, rúlluplasti og rekstrarvörum. Búvís er í eigu bræðranna Einars Guðmundssonar og Gunnars Guð­ mundarsonar. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2006 og hafa rekið síðan þá. Einar, framkvæmdastjóri Búvís, segir helstu ástæðuna fyrir sölunni vera þá að bræðurnir séu komnir af léttasta skeiði. Einar er 62 ára og er Gunnar tveimur árum yngri. Jafnframt finnst þeim Skeljungur hafa svipaða framtíðarsýn og þeir varðandi Búvís. Einar reiknar með að salan gangi í gegn fljótlega, en hún sé háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hann á ekki von á öðru en það gangi í gegn þar sem samanlögð markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sé ekki yfir mörkum. Aðspurður telur Einar að Búvís hafi verið með átján til tuttugu og tveggja prósenta markaðshlutdeild á tilbúnum áburði, sem sé svipuð hlutdeild og Skeljungur hafi náð. Búvís hefur flutt sinn áburð frá Eistlandi á meðan áburðurinn hjá Skeljungi kemur frá Bretlandseyjum. Hann gerir ráð fyrir að Skeljungur haldi áfram áburðarsölu undir merkjum Búvís. Búvís rekur verslun á Akureyri og starfa sex starfsmenn hjá fyrirtækinu. Auk rekstrarvara selur Búvís hey­ og jarðvinnutæki, áburðardreifara, vagna og ýmislegt annað. Einar telur Skeljung hafa alla burði til að efla Búvís, en til standi að reka fyrirtækið að mestu í óbreyttri mynd. „Skeljungur er með öflugt og sterkt fyrirtæki og ég held að þeir hafi alla burði til að gera þetta vel í framtíðinni,“ segir Einar. /ÁL Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.h.) og Gunnar (t.v.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006. Mynd / Aðsend
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.