Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 34

Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 LÍF&STARF VARAHLUTIR Í KERRUR Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og Bílabúðin Stál og stansar Hrossarækt: Mælingar hrossa utan kynbótasýninga – Gagnasafn WF grunnforsenda næstu framfaraskrefa Ráðgjafarmiðstöð land búnaðarins (RML) hefur tekið upp þá nýjung að nú verður hægt að óska eftir mælingum á hrossum utan kynbótasýninga. Mælingamenn, starfsfólk RML, munu annast þær mælingar hérlendis. Mælingarnar verða skráðar og vistaðar í gagnabankanum, upp- runaættbók íslenska hestsins, Worldfeng (WF). Hægt verður að mæla hvort sem um ræðir kynbótahross, keppnishross eða hinn almenna reiðhest – en hrossin þurfa að sjálfsögðu að vera grunnskráð og örmerkt. Öll mál skráð og vistuð Öll hefðbundin mál eru tekin, skráð og vistuð og verða þá öllum notendum WorldFengs aðgengileg. Einnig verður í boði að mæla eistnastærð stóðhesta. Athygli er vakin á því að þessar mælingar teljast þó ekki sem grunnur sköpulagsdóma á kynbótasýningum, þar sem öll hross skulu mælast á sýningarstað. Nýtist mörgum vel Pétur Halldórsson, ráðunautur á búfjárræktar sviði RML, segir hugmyndina að þessari viðbót í WF hafa kviknað í störfum sínum á Landsmóti. „Ég hef verið sýningarstjóri kynbótahrossa á Landsmóti í þó nokkur skipti, sem er frekar annasamt starf eitt og sér, en iðulega hef ég verið beðinn um að mæla einnig keppnishross á Landsmóti, þá hæð á herðar og lengd hófa svo þau séu lögleg í keppni.“ Pétur telur að þessi viðbót muni nýtast mörgum vel. „Eigendur keppnishrossa fá þarna tækifæri til að mæla sín hross enda eru reglur um hófalengd í keppni afleiða herðamáls. Sömu reglur gilda um hófalengd hrossa í kynbótasýningum og gæti því nýst eigendum og þjálfurum trippa í tamningu og þjálfun fyrir fyrsta kynbótadóm mjög vel,“ segir Pétur. Nýtist líka seljendum hrossa „Þessi nýjung ætti líka að nýtast vel seljendum hrossa, sem og væntanlegum kaupendum, þar sem ítarlegri upplýsingar um gripi liggja þá fyrir áður en kaup eru gerð. Stóðhestaeigendur geta líka nýtt sér þessa viðbót og óskað eftir mælingum á eistnastærð. Sá möguleiki skapar eigendum og ræktendum svigrúm til að huga að eistnaheilbrigði ungra hesta í tíma,“ bætir hann við. Verðmæti í gögnum WF Pétur segir að annar stór ávinningur með þessari viðbót og auknum mælingum sé sá að með þessum hætti er gögnum safnað um hross sem alla jafna koma ekki til kynbótasýninga. „Þarna fáum við tækifæri til að safna saman enn meira af gögnum sem geta m.a. nýst til rannsókna í framtíðinni. Mikil verðmæti eru fólgin í þeim gögnum sem WF býr yfir og þau aukast dag frá degi. Það mun koma enn betur í ljós á næstu árum þegar farið verður að meta DNA og arfgerðarsýni í leit að erfðavísum sem tengjast ákveðnum eiginleikum og ýmislegt fleira – svo spennandi að mig setur algerlega hljóðan. Gagnasafn WorldFengs er grunnforsenda þeirra framfaraskrefa sem næst verða stigin,“ segir Pétur að lokum. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RML, www.rml.is. Hér má sjá Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur við mælingar á hrossum á Hólum síðastliðið sumar. Mynd / Aðsend Þórdís Anna Gylfadóttir thordisannag@gmail.com Dyggur lesandi ! Á myndinni hér að ofan er Dagbjartur Sigurbrandsson með tálgaða eftirmynd af sér með Bændablaðið í höndunum. Er hún gerð af Reyni Sveinssyni, félaga hans, og ber handbragðið glöggt vitni bæði um nákvæmni og hagleik. Eru þeir í félagsskap sem hittist vikulega í kaffi í Breiðholtinu og á útgáfudögum Bændablaðsins hefur Dagbjartur það fyrir venju að taka með sér eintök og afhenda félögum sínum. Er Dagbjartur dyggur lesandi Bændablaðsins, en hann leit við á skrifstofu blaðsins á dögunum til að sækja tölublað sem vantaði í safnið. Tálgun og útskurður úr tré hefur löngum átt hug hagleiksmanna okkar þjóðar, oftar en ekki úr nytjavið íslenskrar náttúru. Eru heimildir langt aftur í sögu okkar Íslendinga sem bera vott um haganlega útskorna og tálgaða hluti, allt frá nytjagripum til skrautmuna. /Ritstjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.