Bændablaðið - 21.09.2023, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023
LÍF&STARF
Stjórnvöld:
Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
– Landrýniskýrsla sýnir fram á óþrjótandi verkefni
Leiðtogafundur um heimsmark-
mið Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
var haldinn í vikunni í New
York. Tilefni hans var að knýja
á um hraðari framkvæmd mark-
miðanna til ársins 2030. Gildistími
heimsmarkmiðanna er nú
hálfnaður.
Aðildarríkjum gefst tækifæri
til að leggja fram og kynna
svokallaðar landrýniskýrslur, þar
sem greind er staða og aðgerðir
í þágu heimsmarkmiðanna. Í
nýjustu íslensku skýrslunni
er mat stjórnvalda á stöðu
landsins gagnvart markmiðunum og
til samanburðar stöðumat frjálsra
félagasamtaka, auk fleiri kafla.
Staða Íslands og vinna í þágu
heimsmarkmiða (SÞ) var kynnt
á árlegum leiðtogafundi (HLPF)
um heimsmarkmiðin í sumar sem
leið. Sagði Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra við það tækifæri að
Ísland hefði tekið nokkur afgerandi
skref frá því síðasta stöðuskýrsla var
kynnt árið 2019. Mætti þar til dæmis
nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og
sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi
stæði yfir vinna við mótun innlendrar
stefnu um sjálfbæra þróun og ætti
að ljúka fyrir árslok 2023.
Hér eru skoðuð 4 af 17 heims-
markmiðum í ljósi íslensku land-
rýniskýrslunnar frá í sumar.
Heimsmarkmið 6:
Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
Í heimsmarkmiði nr. 6 er helsta
áskorunin talin vera mikil þörf á
endurbótum á fráveitukerfi um
allt land. Einnig að endurheimta
enn frekar framræst votlendi og
draga þannig úr losun gróður-
húsalofttegunda.
Næstu skref séu að bæta hreinsun
skólps með lagabreytingum svo að
stjórnvöld geti tekið þátt í kostnaði
við nauðsynlegar fráveitubætur
í sveitarfélögum um land allt.
Byggja þurfi upp hreinlætisaðstöðu
á ferðamannastöðum samkvæmt
landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Framkvæma þurfi aðgerðaáætlun um
endurheimt vistkerfa.
Tilmæli til stjórnvalda:
• Krefjast þess að fyrirtæki birti
upplýsingar um vatnsnotkun og áhrif
sín á vatnsból í ársskýrslum.
• Setja á fót upplýsingagátt fyrir
nafnlausar tilkynningar um vatns-
mengun.
• Draga úr losun næringarefna í
landbúnaði.
• Stefna að því að ná SDG 6.6 [að
vernda og endurheimta vatnstengd
vistkerfi, þar á meðal fjöll, skóga,
votlendi, ár, vatnsleiðandi jarðlög
og vötn, innsk.blm.] á skilvirkan og
sjálfbæran hátt. Styðja enn frekar
við markmið stjórnvalda um
kolefnishlutleysi og líffræðilegan
fjölbreytileika.
• Endurheimta votlendi þar sem
við á.
• Halda áfram að gera vatns- og
hreinlætismál að forgangs verkefni
í þróunarsamvinnu, sérstaklega í
tengslum við fæðuöryggi, sjálfbærni
og loftslagsbreytingar.
Heimsmarkmið 7:
Sjálfbær orka
Helstu áskoranir varðandi sjálfbæra
orku er að hlutur jarðefnaeldsneytis
hefur minnkað jafnt og þétt í
orkubúskap landsins undanfarna
áratugi og stjórnvöld settu sér
það markmið að Ísland yrði óháð
jarðefnaeldsneyti árið 2050 með
orkuskiptum á öllum sviðum: í lofti,
á landi og á sjó.
Enn fremur er stefnt að því
að endurnýjanlegir orkugjafar í
samgöngum verði að minnsta kosti
40% árið 2030 og full orkuskipti í
samgöngum 2040. Jafnframt er talin
áskorun að tryggja örugga orkuöflun
um land allt á tímum náttúruhamfara,
t.a.m. af völdum veðurs, jarðskjálfta
og eldgosa.
Unnið er að úrbótum á
orkuafhendingarkerfum í kjölfar
ítrekaðra truflana undanfarin ár.
Næstu skref eru sögð vera
stækkun nets rafbílahleðslustöðva
um landið og að ljúka orkuskiptum
í samgöngum, ásamt því að styðja
áfram við orkuskipti á landi, á sjó
og í flugi. Auka þurfi sjálfbæra
orkuframleiðslu til að mæta þeirri
orkuþörf sem hlýst af algerum
orkuskiptum.
Tilmæli til stjórnvalda:
• Auka gagnsæi upplýsinga um
orkunotkun til að draga úr orkusóun.
• Styðja við nýsköpun í grænni
orkuframleiðslu.
• Tryggja sem besta nýtingu
núverandi orkugjafa.
• Tryggja að græn orka sem fram-
leidd er á Íslandi sé ekki notuð til
ósjálfbærrar framleiðslu.
• Halda áfram að leggja áherslu
á og tryggja þekkingu Íslands á
orkuvinnslu í þróunarsamvinnu.
Heimsmarkmið 12:
Ábyrg neysla og framleiðsla
Ísland stendur frammi fyrir miklum
áskorunum varðandi að ná mark-
miðum um sjálfbæra neyslu og
framleiðslu, sbr. heimsmarkmið
12. Landið er með eitt hæsta stig
landsframleiðslu á mann í Evrópu,
sem er 19% yfir meðaltali ESB.
Ísland á langt í land með að
draga úr myndun úrgangs, en
aðeins 26% af heimilisúrgangi
eru endurunnin. Ísland skortir
innviði til að endurvinna megnið
af heimilisúrgangi sem þýðir að
hann er að mestu fluttur úr landi.
12% af byggingarúrgangi fer til
urðunar en á að vera komið niður í
5% árið 2030.
Næstu skref eru að koma í
veg fyrir losun og urðun lífræns
úrgangs með öðrum úrgangi.
Lífrænn úrgangur verði notaður
til jarðgerðar. Áfram verði veitt
fjármagni til verkefna sem stuðla
að hringrásarhagkerfinu.
Ríkið marki sér stefnu um
að fjármagna fræðsluefni um
sjálfbærni fyrir leik-, grunn- og
framhaldsskóla.
Tilmæli til stjórnvalda:
• Taka upp sjálfbært efnahags-
kerfi, eins og „kleinuhringjahag-
fræðilíkanið“ sem mælir velferð
landsins umfram landsframleiðslu.
• Hvetja til sjálfbærrar neytenda-
hegðunar með fræðslu, með því að
bæta vöruupplýsingar og -merkingar
og tryggja sanngjarna verðlagningu.
• Innleiða rétt til „viðgerðarstefnu“
(e. repair policies) líkt og í öðrum
ESB-löndum og bjóða upp á hvata
fyrir viðgerðarhæfar vörur, þar
með talið sérstaka skattaívilnun
á neysluskatt (VSK) fyrir allar
notaðar og viðgerðarhæfar vörur.
• Þróa einkunnakerfi fyrir bíla
út frá mengunaráhrifum þeirra og
skattleggja þá í samræmi við það.
Takmarka auglýsingar fyrir bíla með
lága einkunn. Endurvinna alla hluta
bíla og hætta að urða það sem ekki
eru úr málmi.
• Rannsaka langtím aáhrif úrgangs-
urðunar á Íslandi.
• Þróa staðlað lífsferilsmat fyrir
aðfangakeðjur og búa til stefnur og
• áhrif fyrir fyrirtæki sem uppfylla
ekki slíkar viðmiðunarreglur um
sjálfbærni.
• Setja í lög að heimila einungis
innflutning á vörum með tiltekna
viðgerðarhæfni og
• bjóða upp á einfaldaðar
upplýsingar fyrir neytendur til að
auðvelda þeim að taka upplýstar
ákvarðanir.
• Stuðla að framleiðslu á sjálf-
bærum, hágæða innlendum
landbúnaðarvörum.
• Hafa hnattræna vitund, réttlæti
og virðingu fyrir takmörkum
náttúrunnar í forgangi í alþjóðlegum
viðskiptasamningum.
Heimsmarkmið 15:
Líf á landi
Líf á landi er 15. heimsmarkmiðið.
Helstu áskoranir í þeim efnum er
barátta gegn veðrun, hnignun
gróðurs og eyðimerkurmyndun
í yfir öld þó að framfarir hafi
vissulega orðið. Tryggja þarf
sjálfbæra landnýtingu og
endurheimta vistkerfi. Aðeins 1,5%
af Íslandi er þakið skógi, 23% eru
gróður og 63% af flatarmáli Íslands
eru talin eyðimörk.
Mikilvægt er að efla vinnu við
að hefta útbreiðslu ágengra tegunda
og finna leiðir til að koma í veg
fyrir innflutning á nýjum framandi
tegundum sem geta reynst ágengar.
Næstu skref væru að hrinda í gang
framkvæmdaáætlun um jarðvegs-
og skógræktarvernd og að kynna
aðgerðir varðandi vinnu samkvæmt
nýundirritaðri yfirlýsingu um
verndun líffræðilegrar fjölbreytni
30% af land- og hafsvæðum.
Tilmæli til stjórnvalda:
• Viðhalda og auka framlög
til rannsókna og vöktunar á
náttúru og lífríki Íslands, sem og
til náttúruverndar og fjölgunar
landvarða.
• Vernda 30% landsvæða með því
að koma á fót hálendisþjóðgarði og
öðrum þjóðgörðum.
• Uppfylla b-hluta náttúru-
verndarskrár í samræmi við
vísindalegar ráðleggingar.
• Endurheimta rýrð vistkerfi, svo
sem birkiskóga og votlendi.
• Uppfæra lista yfir ágengar
tegundir í vistkerfum á landi,
framkvæma mat á áhrifum,
• Innleiða tegunda verndar áætlanir
fyrir allar friðlýstar tegundir.
• Banna veiðar á fugla- og
spendýrategundum á válista.
• Kortleggja, fylgjast með og
innleiða verndaráætlanir fyrir
mikilvægar innlendar tegundir í
vistkerfum á landi. /sá
STEINHELLA 4, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 837 7750 INFO@BILXTRA.IS
kr425,000
KERRUR Á HAGSTÆÐUM VERÐUM!
BILXTRA.IS
kr950,000
kr,000
kr1,450,000