Bændablaðið - 21.09.2023, Side 45

Bændablaðið - 21.09.2023, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Til sölu er jörðin Fosshóll, 531 Hvammstangi, Húnaþingi vestra, ásamt öllum fasteignum. • Bústofn ca 50 ær og vélakostur getur fylgt með í kaupunum. • Jörðin er um 1000 ha að stærð, þar af um 20,9 ha ræktað land og 23 ha skógrækt. • Greiðslumark er 376 ærgildi. • Veiðiréttur í Miðfjarðará sem gefur um 2,3 milljónir í tekjur á ári. • Söluverð eignarinnar 119.9 milljónir. Fosshóll 531 Hvammstangi, Húnaþingi vestra Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Eirík Svan Sigfússon sími 8623377 hjá fasteignasölunni Ás, eða eiganda Fosshóls, Þorstein Helgason í síma 8950582 / 4512649. Skógarbændur munu halda málþing að Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október nk. - lokaskráning er 1. október. Umfjöllunarefni þingsins eru matur úr skóginum og umhirða í skógum. Málþingið er haldið af Félögum skógarbænda og Búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ Málþing skógarbænda er angi af Degi landbúnaðarins - BÍ. Frekari upplýsingar eru á www.skogarbondi.is Hún vilji ekki alhæfa yfir alla, en þetta gangi í þeirra tilfelli. Þar að auki fylgi þessu afar jákvæð samskipti við ánægða kúnna. ,,Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að þegar við komum með kjöt heim til fólks, þá bíður okkar veislumatur og kaffi. Fólk hefur komið og gist hjá okkur og við hjá þeim. Þetta er vinskapur sem myndast og er verðmætt að fá það,“ segir Ragnheiður. Vilja ekki gefa sláturhúsunum afurðirnar Bændurnir í Birkihlíð hafa sent hluta fjárins í sláturhús síðastliðin haust og segir Ragnheiður þau taka alla skrokkana heim og verka kjötið heima. Sú ákvörðun var tekin þegar afurðastöðvaverðið féll árið 2017, því þá vildu þau ekki „gefa“ frá sér kjötið. Frekar vildu þau borða kjötið sjálf ef þau næðu ekki að selja allar afurðirnar. Í Birkihlíð er blandað bú með mjólkurframleiðslu og sauðfé. Þar af eru rétt tæplega 200 fullorðnar kindur og sláturlömbin á hverju ári eru rúmlega 300. Ragnheiður segir söluna vera orðna það mikla að þau eigi erfitt með að bæta við sig fleiri stórum kúnnum. Þegar sláturtíð var að byrja núna í haust var lagerinn frá fyrri sláturtíð nánast tómur. /ÁL Kjötvinnslan í Birkihlíð gengur vel. Bændurnir ná að auka virði afurðanna og fylgja þeim frá upphafi til enda. Mynd frá upphafi sláturtíðar 2021.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.