Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 69
FRAMTÍÐ LANDBÚNÁÐARINS
81
eru alltaf mikið vandamál og
krefjast réttlátrar lausnar á
hverjum tíma. Þau mál væru út
af fyrir sig efni í mörg erindi,
en ég hef heldur kosi'ð að ræða
framtiðarviðhorf landbúnaðar-
ins, þau er snerta tæknilegar
framfarir og framleiðsluaukn-
ingu.
Ég vil vekja athygli á hinu
gjörbreytta viðhorfi i dag, þar
sem landbúnaðurinn er ekki
lengur eini atvinnuvegurinn né
aðalatvinnuvegurinn, heldur
einn af nokkrum atvinnuvegum
þjóðarinnar. Til þess að hann
geti þrifizt og blómgazt verður
hann að hafa markaði og fram-
leiða góðar vörur, með svo litl-
um tilkostnaði, að þær séu sam-
keppnisfærar á markaðinum.
Til þess að svo megi vera,
verða allir hlekkir að vera heil-
ir i þeirri löngu keðju, sem ligg-
ur frá vatni, lofti og jörðu, til
hinnar fullunnu landbiinaðar-
vöru.
En til þess að það geti átt sér
stað, verðum við að lita raun-
hæfum augum á landbúnaðinn
sem atvinnugrein, og meðan á
þeirri skoðun stendur, verðum
við að sleppa allri viðkvæmni
gagnvart þeirri náttúrufegurð,
sem framleiðslustaðurinn hefur
upp á að bjóða. Það er líka
fallegt á sjónum, og jafnvel í
snyrtilegri verksmiðju er margt,
sem augað gleður.
Viðkvæmni fyrir fegurð og
heilnæmi sveitanna á fullan rétt
á sér, og ég er lialdinn henni
sjálfur, en hún má ekki glepja
sýn, þegar við íhugum þau gæði,
sem í landslaginu búa. Þá er
jarðvegurinn fyrst og fremst
staður, þar sem plönturnar geta
vaxið og þar sem' þær geta
numið vatn og næringu. Fjöllin
umhverfis dalinn hafa áhrif á
úrkomu, hitastig og veðursæld,
allt undirstöðuatriði fyrir nær-
ingarnám plöntunnar. Fjarlægð
framleiðslustaðar frá þéttbýli
ræður svo kostnaði við aðdrætti
og dreifingu framleiðslunnar.
Við verðum að meta framtið
landbúnaðarins i Ijósi þessara
staðreynda, en ekki þess, hvort
heilnæmara sé að draga andann
i sveitinni eða þéttbýlinu, hvort
einhver önnur fjöll eru fallegri
en Esjan eða hvort menningar-
líf sveitamanna sé göíugra en
þeirra, sem í borgunum búa.
Prófsteinn á það, hvort jörð-
in skuli haldast í byggð eða
leggjast í eyði, ætti að vera,
hvort þar sé hægt að framleiða
góða vöru með svo Iitlum til-
kostnaði og fyrirhöfn, að það
skapi bóndanum góðár tekjur.
Það getur ekkert réttlætt
framleiðslu ákveðinnar vöruteg-
undar úr þeim hráefnum, sem
samspil sólar, jarðvegs, lofts og