Úrval - 01.08.1963, Page 91
IIJÁ KÚREKUM í ÁSTRALÍU
103
virtist róleg'. „Þetta virðist nú
vera komið i lag,“ sagði hann.
„Það verður lagt af stað eftir
örstutta stund.“
Sólin tók að liækka á himni,
risavaxinn, glóandi eldhlemm-
ur, sem virtist tvisvar sinnum
stærri en i heiminum fyrir
norðan miðbaug. Kúrekarnir
stigu á bak enn einu sinni.
Hjörðin tók að hreyfast hægt
áfram meðfram gulu „borð-
plötu“-fjalli, umkringd rykskýi.
í útjaðri rykskýsins riðu kúrek-
arnir. Þá bar óljóst við liimin.
Nautáreksturinn mikli var
hafinn.
SMÁRATSJÁ.
Smásjártæki, sem ætluð eru til notkunar í litlum skipum og
bátum, eru ekki stærri en ritvél. Þau eru útbúin með loftneti,
sem ér likt og sveppir í lögun, 33 bumlungar í þvermál, og á það
að festast á káetuþakið. Skermurinn er 7 þumlungar, og á hon-
um munu endurvarpaðar ratsjárbylgjur sýna hluti, sem eru að-
eins tæpum 30 metrum í burtu, en einnig munu þær veita „út-
sýni“ yfir 450 fermílna svæði umhverfis bátinn.
„FAÐIR FLUGVÉLARINNAR“.
Sir George Cayley, undirbarón nokkur, sem fæddur var í York-
shire árið 1773, er nú viðurkenndur sem „Faðir flugvélarinnar".
Charles Gibbs-Smith Cayley var eftirtektarverður maður. Hann
líktist Leonardo da Vinci, hvað hinar stórkostlegu hugmyndir
hans, víðsýni og vitsmuni snertir. Og prýðileg menntun hans varð
honum hvatning til dáða. 1 fyrsta skipti í sögu mannkynsins kom
hann fram með hugmynd um flugvél, með föstum vængjum, sem
knýja átti með annarri orku en orku vængjanna.
Hann tók fuglana sem dæmi og sagði, að þótt þeir knýi sig
áfram með vængjablaki sínu, yrðu mennirnir að finna annað
hreyfiafl og búa til flugvél með óhreyfanlegum vængjum, flug-
vél, sem knúin væri af annarri orku en vængjaorku. Hann smíð-
aði síðan mjög góðar svifflugur-til þess að útskýra kenningu sina
og sanna hana. The Listener.