Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 88
100
ÚR VAL
sterklegur risi. „Það græða
margir drjúgan skilding á nauta-
þjófnaði. Ég veit um náunga,
sem áttu ekki eina belju, fóru
svo i smávegis gönguferð hér
um slóðir, og þeir komu úr
þeirri gönguferð með þúsundir
nauta.“
„Hefurðu heyrt um náungann,
sem vissi, að einn nágranni
hans var alltaf að stela nautum
frá honum?“ spurði sá rauð-
hærði. „Þeir voru góðir vinir
þrátt fyrir þetta, og eitt kvöld-
ið fór þessi náungi í kvöldmat
hjá vini sinum. Allt gekk vel,
þangað til hann settist til borðs
og nautaþjófurinn fór að biðja
borðbænir. „Þér séu þakkir,
Guð, fyrir kjötið á borðum okk-
ar,“ sagði hann. Vinur hans
spratt upp úr stólnum. „Mér er
sama, þó að þú stelir nautun-
um mínum," sagði hann. „En
ég ætla ekki að sitja hérna og
hlusta á þig' þakka Guði fyrir
mitt kjöt“!“
Ég ók burt með Larry. Hann
var að svipast um eftir stað,
þar sem hjörðin gæti eytt nótt-
inni. Hann fann hann brátt.
Það var breiður, snotur dalur,
umkringdur þessum venjulegu
„borðplötu* fjöllum. Brátt kom
vörubíll með feita, málgefna
matsveininn frá stöðinni í
Moolooloo. Hann var kallaður
Rabbíer. Honum fylgdi negra-
piltur, sem flýtti sér að safna
eldivið og kveikja mikið bál.
Matsveinninn byrjaði að
steikja.
Eldurinn hafði logað í dálít-
inn tíma, þegar rykský sást á
lofti. Það var hjörðin mikla,
sem ég hafði séð í nautaréttun-
um, en nú hafði henni verið
sleppt út úr þeim. Nautin komu
i stríðum straumum, alls 1500
skepnur. Þau bauluðu dapur-
lega, en margir kúrekar riðu
sitt hvorum megin hjarðarinnar
og' hrópuðu skipanir kryddaðar
blótsyrðum. Þeir stönzuðu nokk-
ur hundruð fetum frá vörubil
matsveinsins og gættu þess að
stöðva hjörðina. Dýrin rásuðu
fram og aftur eirðarlaus.
Larry horfði hugsandi á þau.
„Það er bezt, að þú veljir þér
þannig svefnstað, að eldurinn
og vörubíllinn séu milli þin og
hjarðarinnar,“ sagði hann. „Við
munum lenda í einhverjum
vandræðum með þessa hjörð,
áður en dagar. Fyrsta nóttin er
alltaf erfiðust.“
Það fór að dimma. Larry fór
hinum megin við bílinn og
jafnaði jarðveginn, svo að ég
gæti breitt teppið mitt þar og
gengið til hvílu. Iiann ieit
alltaf öðru hverju á baulandi
hjörðina.
Nugget og þcir hinir, sem
höfðu verið á verði og gætt