Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 76
Ilncr er skilgreiningin
á styrkum eðct óstyrkum
taugnm? Hættir þér til þess
að finna til taugaóstyrks
við vissar aðstæður?
Gætirðu svarað því, hvort
þú hefðir styrkar eða
óstyrkar taugar?
Eftir dr. Hugh Freeman og Joan Freeman.
HVE miklu hugrekki
ert þú gæddur? Hef-
ur þú „stáltaugar“,
e<5a virðast þær
stundum, og jafn-
vel oft, vera fremur úr gúmí en
stáli? Vitanlega hefur ekkert
okkar til að bera jafn mikið
sjálfstraust og einbeittni,
hvernig sem á stendur. Við er-
um alltaf að lesa í blöðunum
frásagnir af hetjudáðum, svo
sem að ósyndir menn varpi sér
í sjóinn til þess að bjarga fólki
frá drukknun, eða að einhver
snúi aftur inn i brennandi hús,
til að bjarga ástvinuni sinum.
Ef þeir yæru undir venjulegum
aðstæðum beðnir um, að gera
eitthvað slikt, mundi þeir fara
að skjálfa og neita þvi, en und-
ir vissum hættulegum aðstæð-
um, sem fyrir geta koinið gæti
hvert olckar scm er, reynzt liafa
slíkar „stáltaugar“.
Það, sem fólk að jafnaði
nefnir „taugar“, mætti eins vel
nefna „eðlisfar“ eða „eðlis-
hneigð“. Þ. e. a. s., hvernig til-
finningar manns eru gagnvart
heiminum og manni sjálfum.
„Taugar mínar eru i ólagi,“ eða
citthvað slíkt, ætti þá að þýða:
„ég er leiður og áhyggjufullur“
eða eitthvað þvíumlíkt. Og á
sama hátt: „Það fer í taugarnar
á mér“, ætti að þýða, „það erg-
ir mig“ eða „mér gremst það“
o. s. frv.
En sannleikurinn er sá, að
88
— Family Doctor —