Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 144
156
ÚRYAL
hús. Á leiöinni til New York
ætlaöi hann svo að koma við í
Kenya og ræða þar við ráða-
menn um stofnun nýs sjúkra-
húss nálægt Nairobi. Frú Ngai
áleit þetta allt of mikið álag
fyrir hann. En það var þýðing-
arlaust fyrir hana að tala um
fyrir honum, þótt hún væri
góður vinur hans.
„ENN Eli ALLT í LAGI!“
Læknisskoðunin í New York
tók hann tvo daga, og niður-
staðan var neikvæð, þ. e. ekki
fundust rnerki um frekara
krabbamein. En Dooley þekkti
of vel sjúkdóminn til þess að
gera sér allt of háar vonir og
sagði því aðeins í styttingi, er
hann var að þessu spurður:
„Enn er allt í lagi.“
Og síðan hélt hann i aðra
fyrirlestraferð um Bandaríkin.
Aðstoðarmaður hans var Copen-
haver sem áður. Ferðin stóð í
6 vikur. Nú beindist sóknin
einnig að því að útvega lækna,
hjúkrunarkonur og aðstoðár-
fólk fyrir hin nýju „Medico“-
sjúkrahús. Þeir þurftu að eiga
viðtöl við fjölda fólks, er spurð-
ust fyrir um þessi störf. Dooley
var með heilt safn af umsókn-
um, sem áðtir höfðu borizt til
New York, og í sérhverri borg
boðaði hann einhverja af um-
sækjendum á sinn fund til
einkaviðræðna.
Stundum fannst Copenhaver
viðbrögð Dooleys nokkuð duttl-
ungarkennd, en þó reyndust þau
einmitt hin réttu. Einn umsækj-
andi sagðist til dæmis vilja
starfa í Asíu til þess að „hjálpa
til þess að lyfta hinum van-
þroska og örsnauða gula kyn-
stofni á æðra stig.“ Þegar Doo-
leys las þetta, sagði hann gram-
ur: „Losaðu okkur við þennan
náunga hið fyrsta. Við höfum
enga þörf fyrir hálfbrenglað
fólk, sem er haldið einhverju
ofstæki eða grillum.“ Hann
kærði sig ekki heldur um fólk,
sem virtist hafa áhuga fyrir að
boða Asíubúum einhverjar viss-
ar trúarkenningar. Hann var
ákveðinn í því, að starf „Med-
ico“ ætti alls ekki að tengja
boðun einhverra vissra trúar-
kenninga.
Ilann notaði oft ýmis brögð
til þess að komast að því, hvort
umsækjandi liefði einlægan vilja
og löngun til þessa starfs. Stund-
um hringdi hann kannske í um-
sækjanda um miðja nótt og
sagði honum að hitta sig í ein-
hverri annarri borg næsta dag.
Copenhaver fannst þetta ósann-
gjarnt af Dooley. „Kanske á
hann ekki fyrir flugfarinu?“
sagði hann.
„Langi hann raunverulega til
að fá starfið, finnur hann ein-