Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 90
102
Ú R VA L
„Hann stelur öllu, sem þú
átt, ef hann sér sér færi,“ sagði
matsveinninn. „írsk kjötkássa
er uppáhaldsréttur hans.“
Nú var komin mikil óeirð í
hjörðina. Nautin bauluðu æst og'
órólega. Þau tóku til að þjóta
fram og' aftur, og' kúrekarnir
fylgdu þeim eftir á gæðingum
sínum. Síðan varð ég vitni að
furðulegum atburði, sem ég
hafði oft heyrt um, en aldrei
fyllilega trúað. Svartur kúreki
byrjaði að syngja lágri röddu.
Hann söng hið tilbreytingar-
lausa söngl Ástralíunegranna.
Það var ekki um neitt lag að
ræða, heldur nokkurs lconar tón-
stiga raunalegra tóna, líka þeim,
sem frumstæðir menn kunna að
hafa sungið fyrir dögun sögunn-
ar. „Hann er að syngja til þess
að róa lijörðina,“ sagði Paddy
liross. Hið tilbreytingarlausa
söngl hélt áfram, og smám sam-
an varð hjörðin rólegri. Baulið
hætti.
Kúrekarnir vöfðu sig í tepp-
in og teygðu úr sér. Ég féll í ó-
rólegan svefn, en klukkustundu
fyrir dögun vaknaði ég snögg-
lega. Það heyrðist hávært baul,
og það var nær en áður. Hjörð-
in hafði nálgazt vörubilinn og
var nú aftur tekin að rása eirð-
arlaust á ógnvekjandi hátt. Dýr-
in tóku til að hlaupa út úr hjörð-
inni i allar áttir, og baulið varð
að stöðugu orgi. Skyndilega
virtist einn liluti hins iðandi
nautahrings þéttast, líkt og
bunga á blöðru, sem er að
springa. Dýrin tóku að stanga
hvert annað grimmilega. Siðan
þéttist iðan á öðrum stað og
svona koll af kolli. Larry stökk
á bak og þaut af stað. Augna-
bliki síðar voru allir kúrekarn-
ir þotnir af stað á eftir lionum.
Þeir riðu fram með hjörð-
inni hörkulegir á svip, hrópuðu
og kölluðu og eltu einstök dýr,
sem þutu út úr hringnum, og
reyndu að reka þau aftur inn
i hina iðandi hjörð. Þetta var
likt og atriði i furðulegri kynja-
sýn, strið á milli draugslegra
kentára og hyrndra ófreskja.
Ég leit til vörubílsins og at-
hugaði, hvernig ég gæti sem
skjótast komizt upp i hann.
Þá sást fyrsta gráa skíma dög-
unarinnar við stjörnubjartan
sjóndeildarhringinn. Himinn-
inn varð eldrauður af hinni
hækkandi sól. Nautin voru eins
og börn, sem hrædd eru við
myrkrið, en berja niður ótta
sinn við komu birtunnar. Þau
urðu smám saman róleg aftur.
Larry og þeir hinir riðu nú
að bílnum og bundu hestana.
Nug'get stóð á öndinni. Hann
skar risavaxnar sneiðar af
steik og' brauði. Hann leit á
hjörðina, sem var nú á beit og