Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 143
SÍÐUSTU DÁGAR DOOLEYS LÆKNIS
155
ista árin 1954—55. Því hitti
hann ætið marga vini í Saigon,
en bezti vinur hans þar var frú
Vu Thi Ngai, forstöðukona An
Lac-munaðarleysingjabælisins,
kölluð „Móðir þúsund barna“.
Og þar var Dooley tekið opn-
um örmum. Börnin hópuðust
umhverfis hann, og það var sem
allar áhyggjur hans þurrkuðust
út. Þegar frú Ngai heilsaði hon-
um, hristi hún höfuðið döpur
í bragði og sagði: „Tom, þú ert
allt of horaður. Og þú ert dauð-
þreyttur.“
Á meðan frú Ngai tók til
hressingu handa honum, reikaði
hugur hennar aftur í tímann.
Hún minntist þess, er hún var
auðug kona í Thanh Hoa. Árið
1946 hafði kommúnistinn Viet
Minh gert innrás í bæinn ásamt
liði sínu, og maður hennar
hafði verið drepinn. Hún komst
undan og fhiði suður á bóginn.
Á leiðinni tók hún að sér mun-
aðarlaus börn og önnur börn,
sem höfðu orðið viðskila við
foreldra sína á flóttanum. Hún
var með um þúsund munaðar-
laus börn í för með sér, þegar
hún náði til Haiphong. Þar
seldi hún allar eigur sínar og
stofnaði fyrsta An Lac-munaðar-
leysingjahælið. Dooley varð svo
vinur hennar og verndari, þegar
kommúnistar nálguðust Haip-
hong árið 1954 og bærinn virt-
ist í hættu.
„Hann hjálpaði okkur að síð-
ustu að komast undan á skipi til
Saigon og bað bandariskan
kvennaklúbb þar að aðstoða
okkur, og það er þeim að þakka,
að við höfum nú getað stofn-
sett þetta munaðarleysingjahæli
í Saigon,“ segir frú Ngai að
lokum.
Og nú sat Dooley þarna þetta
aprilkvöld og ræddi við hana
áætlanir um stofnun hins nýja
„Medico“-sjúkrahúss. Hann
bauð henni að fljúga með sér
til litla hafnarbæjarins Quang
Ngai næsta dag ásamt aðstoðar-
heilbrigðismálaráðherranum til
þess að líta á, hvernig' verkið
gengi.
Hann fylltist gleði, er liann sá,
hversu verkinu miðaði vel á-
fram. En frú Ngai átti erfitt með
að taka þátt í gleði hans, þvi að
í bakaleiðinni skýrði Dooley
henni frá næstu fyrirætlunum
sinum. Læknar hans höfðu leyft
honurn að halda áfram starfinu
í Asiu gegn þeim skilyrðum, að
hann kæmi öðru hverju til New
York til læknisslcoðunar. Fyrsta
skoðunin átti að fara fram í maí.
En fyrst ætlaði hann að halda
til Malaya til þess að leggja síð-
ustu hönd á undirbúning bygg-
ingaframkvæmda, en þar átti
að reisa nýtt „Medico“-sjúkra-