Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 51
KONUNGVfílNN Á SELFOSSI
63
i hug þessi nafnbó.t sem hin
sannasta lýsing á Agli Thoraren-
sen. Hann var konunglegur mað-
ur. Persónutöfrar hans voru
slíkir, aS þeir geta engum
gleymzt, er þá þekktu; „bæSi af
honum gustur geðs og gerSar-
þokki stóð.“ Faskaldur gat hann
veriS og harður á stundum, en
þaS var glettnisbros meS kuld-
anum og mýkt í hörkunni. HeiS-
ríkt var jafnan yfir svip hans,
þó a'á skjótt gæti brugðið til
storma og jafnvel þrumuveðurs,
ef vegiS var að hugstæðum á-
hugamálum hans. Egill var ekki
smár i neinu, er hann bar við,
og ófeiminn að láta í ljós van-
þóknun sína á hverju því, er
hann taldi miður fara. Málfar
hans var ætíð hispurslaust og
hressilegt, en hverjum góðum
manni og hverju þörfu málefni
vildi hann unna sannmælis. HiS
bjarta svipmót hans bar hugar-
farinu vitni. Hann var karl-
menni í þess orðs beztu merk-
ingu, Adrtur af öllum þeim, er
dæma kunnu sanngjarnlega, dýr-
mætur vinum sínum og dáður
af konum.
Kærustu minningar mínar um
Egil á ég frá þeim vetrarkvöld-
um, er ég aðstoðaði hann við
hina svonefndu kvennafundi
Iíaupfélagsins í Árnessýslu.
Það var haust eitt, að Egill
snaraðist inn í vinnuherbergi
mitt að áliSnum degi og sagði
án fyrirvara: „Viltu ekki hjálpa
inér með þessa kvennafundi
mína?“
Ég skildi ekki strax, hvað
hann átti við, en gat eklci á
mér setið að svara honum í
glettni: „Á kvennafundum hélt
ég, að þú þyrftir ekki aðstoð-
ar við!“
Hann hló og fékk sér sæti;
siðan skýrði hann nánar frá
erindinu: Kvenfélagið hafði
ákveðið að halda fundi nokkra
til skemmtunar kvenþjóðinni
þarna í sveitunum og þorpun-
um austanfjalls, og Egill hafði
fengið þá flugu í höfuðið, að ég
myndi bezt til þess fallinn að
lesa þar upp úr íslenzkum bók-
menntum. Auðvitað gat ég ekki
neitað honum um þá bón, því
að hann hafði um langt skeið
margt stórvel til mín gert.
Það varð að vana, að við
snæddum kvöldverð saman á
Selfossi, nokkru áður en fund-
irnir skyldu hefjast. Bar þá
margt á góma, og nú kynntist
ég enn betur en áður hinum
fjölhæfu og leiftrandi gáfum
þessa manns. Hann var alls stað-
ar heima, hafði áhuga fyrir öllu
milli himins og jarSar, en eink-
um voru menningarmál honum
hugfólgin og þá fyrst og fremst
bókmenntir. Hann var alveg ó-
venjulega vel lesin i íslenzkum