Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 116
128
Náttúrufræðifélagsins 18.—20.
ágúst 1901. Náttúrufr., 31: 174
—192.
Steindórsson, Steindór. 1944.
Árnesingasaga, bls. 255—276.
Reykjavík.
Þórarinsson, Sigurður. 1957.
ÚRVAL
Mórinn i Seltjörn. Náttúrufr.,
26: 179—193.
— 19G1. Uppblástur á íslandi
í ljósi öskurannsókna. Ársrit
Skógræktarfélags íslands 1961,
bls. 17—54.
ÞORSKUR ÁT TVO KJÚKLINGA!
Við trúum varla eftirfarandi sögu, en hún birtist i „Fishing
News“ 25. janúar 1963: Fiskimaður nokkur i Tromsö veiddi
fyrir nokkru þorsk, sem vó 41 kg. og hafði all óvenjulega kvið-
fylli. Það kom sem sé í ljós að hann hafði etið 2 kjúklinga.
Þetta þótti hinn merkilegasti fundur og barst sagan viða um
byggð Noregs. Bóndi nokkur i þorpinu Skrattend heyrði söguna
og gat um leið upplýst málið. Hann hafði vaknað nótt eina,
við hávaða úr hænsnakofanum. Hann brá skjótt við, en þegar
hann kom á vettvang sá hann þorsk mikinn velta sér i sjóinn,
fyrir neðan kofann. Hann sá að gat hafði verið bitið á virnet,
sem lokaði kofanum og að 2 kjúklingar voru horfnir. Geta má
þess að slitrur úr vírnetinu komu með skilum úr maga þorsksins,
og er ekki vitað um snjallari þorska í þessu fagi.
SMITBERUM ÚTRÝMT.
Á ráðstefnu WHO (á vegum Alþjóðaheilbrigð'smálastofnunar-
innar), sem haldin var í Genf, kom það fram, að meðal aðferða
við útrýmingu smitberandi flugna hefur verið beitt þeirri aðferð
að gelda karlfluguna!
Þetta er framkvæmt með sérstökum geislum, sem verka á
karldýrið, og hefur það í för með sér, að frjóvgun verður engin.
Það hefur líka komið í Ijós, að kvendýr, sem maka sig við hin
ófrjóu karldýr, verða einnig ófrjó þaðan i frá.