Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 127
HVAÐ ER TAUGALOST?
139
einnig skal leitast við aS róa
sjúklinginn. Allt slíkt er þýSing-
armikið, en ekki eins þýðingar-
mikiS og að reyna aS koma
sjúklingnnm sem allra fyrst í
sjúkrahús, jiar sem blóSgjöf bíð-
ur hans, sem kann að hindra
það, aS sjúklingurinn verði fyr-
ir miklu alvarlegra losti, sem
að öðrum kosti kann að koma
fram eftir nokkurn tíma.
HVERNIG SEFURÐU?
Sá, sem sefur á bakinu og teygir sig í allar áttir, vill verða
mjög þýðingarmikill maður, mikilmenni.
Sá, sem sefur í einu hnipri með hnén uppi undir höku, hefur
ekki til að bera slika eiginleika sem styrk og hugrekki.
Sá, sem sefur á maganum, býr yfir tilhneigingu til þess að vera
þrár og neikvæður í afstöðu sinni.
Bölsýnismenn hnipra sig saman eins og þeir mögulega geta.
Stundum skríða þeir jafnvel alveg undir sængina.
Alfred Adler prófessor.
KONUTÁR ERU ÁHRIFARlK.
Tár konunnar eru ekki aðeins áhrifarík til þess að hjálpa henni
til að hafa betur í rifrildi og þrætum, heldur ráða Þau líka niður-
lögum sóttkveikja.
Vísindamenn við Uppsalaháskólann segja, að þótt konutár séu
„útþynnt“ allt að 6000 sinnum, geti þau samt drepið hundrað
mismunandi tegundir af sóttkveikjum. Þessi sýkladrepandi eigin-
leiki þeirra stafar frá efni, sem kallað er „lysozyme", en af því
er mikið í tárum. Weekend.
AFKST SAMKVÆMT ÁÆTLUN.
Það er raunverulega satt, að maðurinn getur afkastað tvisvar
sinnum meira með jafnvel minni orkueyðslu, ef hann vinnur
samkværat áætlun. Kjarni velgengninnar og mikilla afkasta er í
þessu fólginn. Herbert N. Casson.
SKILGREINING VELGENGNINNAR.
Velgegnin og frægðin er kvenkyns og lík konunni. Skríði mað-
ur fyrir frægðinni, traðkar hún á manni. Eina leiðin er því að
sýna henni hörkulega viljafestu. Þá verður það kannske hún,
sem skríður. William Faulkner.