Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 95
ANTONÍUS OG IÍLEOPATRA
107
verið kölluð París þeirra tíma.
Hún hlýtur að hafa verið stór-
fengleg. Alexandría var skírð
því nafni til lieiðurs Alexander
hinum mikla, sem hafði stofn-
sett hana sem nýja höfuðborg
heimsins árið 331 f. kr., því að
Alexander hafði raunverulega
unnið allan hinn þekkta heim
þeirra tíma í nafni Grikklands,
áður en dýrð Rómaveldis hófst.
Menningarverðmætum þess
heims var komið fyrir i bóka-
söfnum, söfnum og höllum Alex-
andriu, hinnar miklu menning-
arborgar.
Alexander hafði staðsett borg
sína við stórkostlega höfn við
nes, sem teygir sig út í Mið-
jarðarhafið. Hún var miðstöð
lieimsverzlunarinnar og iðnað-
ar þeirra tíma. Úlfaldalestir
komu til hennar allt frá hin-
um fjarlægari Austurlöndum
yfir Súezeiðið, og þær fluttu
með sér silki og krydd, gu 11 og
gimsteina frá Indlandi og Kína.
Hún var miðstöð skipasam-
gangna, og þaðan var rekin
verzlun við allt rómverska
heimsveldið. Hinn frægi viti á
eyjunni Pharos, 400 fet að hæð,
leiðbeindi skipum og auðveld-
aði þeim innsiglinguna til borg-
arinnar. Viti þessi var eitt af
furðuverkum heimsins. Ofboðs-
leg auðæfi voru saman söfnuð í
borg þessari.
íbúar hennar voru um milljón
lalsins. Þeir gengu um breiðar
götur, þar sem pálmatré voru
gróðursett beggja vegna. Hvar-
vetna gat að líta myndastyttur
og gosbrunna. Persónulegt yfir-
ráðasvæði drottningarinnar
náði yfir fimmta hluta borgar-
stæðisins, og á þvi var, auk
halla hennar, hið mikla bóka-
safn, sem hafði að geyma alla
helztu hókmenntalegu dýrgripi
siðmenningarinnar.
En borg þessi hafði ekki að-
eins að geyma mikla menningu,
heldur ofboðslegan heiðinn
iburð og óhóf, taumlaust líf-
erni hinna heitu landa. Þar
mátti komast i snertingu við
furðuleg, ofsaþrungin trúar-
hrögð Egyptalands og Austur-
landa, alls kyns nautnalyf og
fjölbreytilegt ástalíf. Áhrif borg-
arinnar voru seiðmögnuð, æs-
andi.
Og Kleopatra var drottning
alls þessa. Og Antoníus gerðist
bæði' keisari borgarinnar og
fórnarlamb.
Þau eyddu þessum vetri sam-
an. Þau sóru þess dýran eið, að
þau skyldu aldrei yfirgefa hvort
annað, að þau skyldu ríkja yfir
Austurlöndum í sameiningu,
gera þau að sameiginlegu keis-
aradæmi sínu. Rómaveldi varð
að sjá um sig sjálft. Þau ætl-
uðu sér að verða óháð því. Og