Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 39
ÞfíÓUN KVIKMYNDAIÐNAÐAfílNS . .
51
eða jafnvel aðeins í sumum lönd-
um hans. Til eru mjög niismun-
andi gerðir félaga, bæði hvað
snertir stærð, fjármagn, starfs-
mannafjölda, sölu- og dreifing-
arkerfi o. fl. Mismunandi reg'I-
ur gilda í hinum ýmsu löndum
um sikilyrði til stofnunar kvik-
myndatökufélaga. Sum félög eru
í rauninni aðins skráð að nafn-
inu til, hafa ef til vill aðeins
framleitt eina mynd. Þannig er
skráð 181 slíkt félag í Banda-
ríkjunum þrátt fyrir bróður-
hluta ríkisfélaganna.
Þar að auki má bæta því við,
að mörg félög hafa sem sína sér-
grein framleiðslu kennslu-
mynda, tæknimynda, iðnaðar-
mynda og alls kyns annarra
heimildamynda, eða 16 mm.
mynda, stuttra auglýsingamynda
og kvikmynda, sem sérstaklega
eru teknar fyrir sjónvarp. Slík
framleiðsla er auðvitað aðeins
brot af heildarframleiðslu kvik-
mynda, og tölur þeirra félaga
eru oft teknar með í opinberar
skýrslur. Þó er liér um mjög
kraftmikla grein iðnaðarins að
ræða, og hefur hún mikiu meiri
þýðingu en almennt er talið.
Það er óháðu kvi'kmynda-
framleiðendunum mjög mikið að
þakka, að miklar framfarir hafa
orðið í kvikmyndagerð, þ. e. að
iðngrein þessi hefur í mörgum
tilfellum þróazt upp í það að
geta kallazt listgrein. Þeir hafa
með áræði sínu skapað aukna
samkeppni um gæði mynda og
hafa þannig stöðugt auðgað
k vikjm y n d a b ó k me nn t i r n a r. Þeir
hafa ekki hikað við að rjúfa
gamlar hefðir stóru félaganna og
hafa gerzt brautryðjendur nýs
forms í tjáningu kvikmyndanna.
í kommúnisku löndunum er
kvikmyndaiðnaðurinn yfirleitt
þjóðnýttur, og ráðuneytisdeild
gerir þar áætlanir um fram-
leiðsluna og leggur fram fjár-
magn til hennar. Meiri hluti
starfsfólksins vinnur hjá vissum
stöðvum og fær föst mánaðar-
laun. Sums staðar eru þó leik-
arar ráðnir til hverrar myndar
fyrir sig.
Að framan hefur einkum ver-
ið rætt um kvikmyndir af fullri
lengd, en þess rná geta, að fram-
leiddur er í heiminum geysileg-
ur fjöldi styttri rnynda af mörgu
tagi. Er um mikinn vöxt þeirrar
framleiðslu að ræða. Hafa þær
mikla tjáningarmöguleika og
gegna mikilvægu hlutverki í
heimi nútimans. Víst er, að ár-
leg tala þeirra skiptir nokkrmn
tugum tþúsunda! Oft eru ,það
litil félög', sem taka slíkar mynd-
ir. Meðalkosnaður slíkra mynda
var árið 1961 um 1/30 af meðal-
kostnaði mynda af fullri lengd í
Frakklandi eða aðeins um 10.000
dollarar. An styrks hafa þessar