Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 162
174
ÚR VAL
lrveiktir þér þá i vindlingi.
Eftir að hafa sogað djúpt að
þér reykinn tvisvar .sinnum,
niyndi þig allt að því svima,
handleggir þínir og fótleggir
yrðu óstöðugir. Þú kynnir ef
til vill að finna til máttleysis.
Ef til vill álita sumir þetta
ýkjur, en satt er það samt.
Hugsaðu til þess tima fyrir
mörgum árum, þegar þú reykt-
ir fyrsta vindlinginn. Ef til vill
fannst þér þetta ósköp æsandi
að vísu, cn hvernig' var hann
raunverulega á bragðið^. Bragð-
ið var sterkt, heiskt, þrungið
nokkurs konar gaslykt, eða var
það ekki?
En samt leg'gurðu þetta ef tii
vill á likama þinn 30—60 sinn-
um á dag. Þú ert fær um að gera
það, vegna þess að mannlegur
likami hefur svo stórkostlega
aðlögunarhæfni. Hann getur
vanizt því að lifa i stöðugu
kolaryki, í ofsahita eða þræla
eins og húðarjálkur. Hann get-
ur vanizt næstum hverju sem er.
„Jæja þá,“ segirðu ef til vill.
„Ég samþykki, að reykingar eru
slæmur vani. En hvað á ég þá
að gera i þessu efni?“
Það ætti að vera þér hvatn-
ing að vita, að þú hefur þegar
tekið fyrsta, þýðingarmikla
skrefið til þess markmiðs að
hætta að reykja: þú ert þegar
búinn að lesa þennan hluta
greinarinnar, en það þýðir, að
á meðan hefurðu að minnsta
kosti verið að hugsa um reyk-
ingar og leiðir til þess að hætta
þeim. Og þetta er þýðingar-
mikil regla: ef þú vilt hætta
að reykja, skalta hugsa um aö
hætta því.
Hugsaðu rólega um það án
alls ótta eða vonleysis. Hugsaðu
um það, hvernig það yrði nú
að þurfa aldrei að reykja fram-
ar. Þvi er sem sé svo farið, að
það hefur ekki eingöngu i för
með sér meinlætalifnað og
sjálfsafneitun að liætta að
reykja. Það hefur líka sina
kosti. í raun og veru eru þeir
svo margir, að þegar þú veitir
þér tækifæri til þess að vega þá
og meta, njóta þeirra, muntu
aldrei vilja taka til við tóbakið
að nýju.
Maturinn mun bragðast þér
miklu betur, eftir að þú hefur
hætt að reykja. Nef þitt, háls
og lungu mun ekki verða stöð-
ugt gegnsósa af reyk og úrgangs-
efnum reyksins, sótinu. Þú munt
byrja að finna ilm umhverfis-
ins. Þegar þú gengur út i garð,
muntu ekki aðeins sjá blómin,
heldur einnig finna ilm þeirra.
Þegar þú vaknar á morgnana,
mun háls þinn ekki vera stifl-
aður af hráka, og þú munt ekki
þurfa að hósta og ræskja þig
eins oft og áður.