Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 165
RÁÐ TIL ÞESS AÐ AFVENJAST TÓBAKINU
177
Annað rúðið: Leyfðu sjálfum
þér ekki að gera eina undan-
tekningn frá þessari nýju reglu,
þangað til þú ert orðinn vannr
því að láta tóbakið eiga sig (og
það mun taka þig langan tíma).
Sé ávana ekki haldið við, deyr
hann tiltölulega fljótt út, en
hann getur haldið lífi í langan
tírna, þótt honum sé gefið að-
eins örlítið undir fótinn. Ef þú
lætur el'tir þér að fá þér einn
vindling eða eina pípu einstaka
sinnum á þeim röksemdum, að
þetta ,,skaði þig nú ekki svona
rétt einu sinni“, muntu halda
við hjá þér lönguninni til þess
að reykja. Einn vindlingur er
skaðlegur miklum reykinga-
manni, sem er að reyna að venja
sig af tóbakinu, likt og eitt glas
er of mikið fyrir drykkjumann-
inn.
Reyndu að vinna orrustu
augnabliksins hverju sinni, og
hugsaðu ekki um þá orrustu, sem
þú verður að heyja eftir klukku-
stund, næsta dag eða í næstu
viku. í hvert sinn sem þú bægir
frá þér freistingunni til þess
að reykja, gerirðu þér næstu
orrustu auðveldari.
Þriðja ráðið: Þú skalt vilj-
andi láta minni háttar freist-
ingar verða i vegi þínum til
þess að sigra þær. Líkt og i-
þróttamaður þjálfar sig undir
mikla keppni með æfingum,
skáltu þroska með þér ákveðni
þina með slíkum márkvissum
„æfingum“.
Gerðu þér far um það að
minnsta kosti einu sinni á dag
að sýna, að þú hafir hætt við
tóbakið. Berðu á þér eldspýtur
og kveiktu í vindlingum fyrir
kunningja þina, sem reykja.
Sértu vanur að ferðast í reyk-
klefum, skaltu halda því áfram
og virða fyrir þér allt fólkið
umhverfis þig, sem er þar af
illri nauðsyn en ekki frjálsu vali
eins og þú. Það getur ekki hætt
þessum óvana! En þú hefur þeg-
ar hætt honum!
Reynir þú að gera þér þannig
erfiðara fyrir af ásettu ráði,
mun þetta ekki virðast eins erf-
itt, og þú munt þannig sigra
miklu fyrr í erfiðustu barátt-
unni, en það tímabil stenúur
venjulega í viku.
Þú skalt þess í stað láta ýmis-
legt annað eftir þér til þess að
bæta þér þetta upp. Flestum
okkar hættir til að taka skyndi-
lega ákvörðun um að Iiefja ó-
undirbúið algerlega nýtt líf,
bæta okkur á allan mögulegan
hátt. Og markið er svo hátt, að
við gefumst upp. Við reynum
að gera meira en við getum
ætlazt til af sjálfum okkur með
fullri sanngirni. Bætið ekki við
erfiðleikana, sem eru því sam-
fara að reyna að venja sig af