Úrval - 01.07.1965, Side 8

Úrval - 01.07.1965, Side 8
6 ÚRVAL En það var ekki eins auðvelt að snúa tónlistarmönnum utan Þýzka- lands. í Paris fylltist hinn ofsa- fengni Iiector Berloiz ósjálfráðu ó- geði á Bachdýrkuninni, sem hann varð var við í heimsóknum sinum til Þýzkalands. Um hana skrifar hann svo: „Þeir dá 'Bach án þess að gera ráð fyrir því eitt augnablik, að draga mætti guðdóm hans í efa. Bach er Bach og Guð er Guð.“ Það voru einnig ýmsir aðrir, sem erfitt var að vinna á band Bach- dýrkenda. Rimsky-Korsakov skýrir frá því, að ýmsir tónlistarmenn hafi velzt um af hlátri, er ungur gamanleikari dansaði sltopdans, er skoðast skyldi sem túlkun verksins „Orgelfúga i A-moll“. „Hann teygði fyrst fram annan fótinn, og svo veifaði hann annarri hendinni við innkomu næstu raddar, og svo teygði hann út hinn fótinn, um leið og þriðja rödd bættist í hópinn, og er að endalokum dró, snarsner- ist hann eins og vængir á millu.“ Tchaikovsky fannst einnig, að of mikið væri gert úr snilli Bachs. Tónlistarmál Bachs var flestum tónlistarmönnum og söngvurum Viktoríutímabilsins erfitt tungumál. „Einsöngshlutverkin eru of erfið fyrir söngvarana okkar.“ Þannig hljómaði hin venjulega kvörtun. Áratugum saman voru klarinet látin koma í stað trompeta, er verk Bachs voru leikin. í Bretlandi fór fyrsti flutningur verksins „Messa i B-moll í óstyttum búningi fram árið 1876. Arthur Coleridge, lögfræðingur og mikill áhugamaður á sviði tónlistar, stofn- aði 'Bachkórinn sérstaklega til þess að flytja verk þetta. Stjórnandinn var Otto Goldschmidt, eiginmaður Jenny Lind, er oft var nefnd sænski næturgalinn. Hún var þá orðin 56 ára gömul og löngu hætt öllu hljóm- leikahaldi, en hún aðstoðaði við að þjálfa kórinn og var leiðandi rödd í sópran. Um þetta sagði hún við Coleridge: „Að hugsa sér, að gömul kona eins og ég, sem hefur lifað og hrærzt í heimi tónlistar- innar allt lífið, skuli þurfa að láta áhugamann á sviði tónlistar benda sér á slíka tónlist!“ Ný bylgja uppgötvana á sviði Bachtónlistar flæddi yfir heiminn í byrjun 20. aldarinnar. Hinn nýi Bachstíll varð hóflegur að styrk, gisnari að iiljóðfæraskipan og skýr- ari í línu. Sem dæmi má nefna leik Landowska á harpsicord, Casals á cello og Segovia á gitar. Hér var um að ræða stilbreytingu frá hinni fyrri túlkun verka hins aldna meist- ara, sem hafði verið helzt til hljóm- mikil og svellandi og jafnframt nokkuð óskýr. Fræðimenn á sviði tónlistar sökktu sér niður i verk hans og með lijálp þeirra tóku töfr- andi hljómar baroktímabilsins að heyrast á ný, tónar harpsichordsins, hin glaða rödd Bachtrompetsins, hljómar barokorgelsins, lútunnar, flautunnar (recorder) og viola da gamba. Þessir skörpu frumlitir tón- anna voru endurlífgaðir og ekki aðeins vegna sögulegs áhuga heldur vegna þess, að verk Bachs hljóma betur á þann hátt. Nú er runnin upp ný öld í heimi tónlistarinnar, er gerir fólki fært að sitja heima hjá sér i þægilegum stól og hlusta á góða tónlist að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.