Úrval - 01.07.1965, Page 8
6
ÚRVAL
En það var ekki eins auðvelt að
snúa tónlistarmönnum utan Þýzka-
lands. í Paris fylltist hinn ofsa-
fengni Iiector Berloiz ósjálfráðu ó-
geði á Bachdýrkuninni, sem hann
varð var við í heimsóknum sinum
til Þýzkalands. Um hana skrifar
hann svo: „Þeir dá 'Bach án þess
að gera ráð fyrir því eitt augnablik,
að draga mætti guðdóm hans í efa.
Bach er Bach og Guð er Guð.“
Það voru einnig ýmsir aðrir, sem
erfitt var að vinna á band Bach-
dýrkenda. Rimsky-Korsakov skýrir
frá því, að ýmsir tónlistarmenn
hafi velzt um af hlátri, er ungur
gamanleikari dansaði sltopdans, er
skoðast skyldi sem túlkun verksins
„Orgelfúga i A-moll“. „Hann teygði
fyrst fram annan fótinn, og svo
veifaði hann annarri hendinni
við innkomu næstu raddar, og svo
teygði hann út hinn fótinn, um leið
og þriðja rödd bættist í hópinn,
og er að endalokum dró, snarsner-
ist hann eins og vængir á millu.“
Tchaikovsky fannst einnig, að of
mikið væri gert úr snilli Bachs.
Tónlistarmál Bachs var flestum
tónlistarmönnum og söngvurum
Viktoríutímabilsins erfitt tungumál.
„Einsöngshlutverkin eru of erfið
fyrir söngvarana okkar.“ Þannig
hljómaði hin venjulega kvörtun.
Áratugum saman voru klarinet látin
koma í stað trompeta, er verk Bachs
voru leikin.
í Bretlandi fór fyrsti flutningur
verksins „Messa i B-moll í óstyttum
búningi fram árið 1876. Arthur
Coleridge, lögfræðingur og mikill
áhugamaður á sviði tónlistar, stofn-
aði 'Bachkórinn sérstaklega til þess
að flytja verk þetta. Stjórnandinn
var Otto Goldschmidt, eiginmaður
Jenny Lind, er oft var nefnd sænski
næturgalinn. Hún var þá orðin 56
ára gömul og löngu hætt öllu hljóm-
leikahaldi, en hún aðstoðaði við
að þjálfa kórinn og var leiðandi
rödd í sópran. Um þetta sagði hún
við Coleridge: „Að hugsa sér, að
gömul kona eins og ég, sem hefur
lifað og hrærzt í heimi tónlistar-
innar allt lífið, skuli þurfa að láta
áhugamann á sviði tónlistar benda
sér á slíka tónlist!“
Ný bylgja uppgötvana á sviði
Bachtónlistar flæddi yfir heiminn í
byrjun 20. aldarinnar. Hinn nýi
Bachstíll varð hóflegur að styrk,
gisnari að iiljóðfæraskipan og skýr-
ari í línu. Sem dæmi má nefna leik
Landowska á harpsicord, Casals á
cello og Segovia á gitar. Hér var
um að ræða stilbreytingu frá hinni
fyrri túlkun verka hins aldna meist-
ara, sem hafði verið helzt til hljóm-
mikil og svellandi og jafnframt
nokkuð óskýr. Fræðimenn á sviði
tónlistar sökktu sér niður i verk
hans og með lijálp þeirra tóku töfr-
andi hljómar baroktímabilsins að
heyrast á ný, tónar harpsichordsins,
hin glaða rödd Bachtrompetsins,
hljómar barokorgelsins, lútunnar,
flautunnar (recorder) og viola da
gamba. Þessir skörpu frumlitir tón-
anna voru endurlífgaðir og ekki
aðeins vegna sögulegs áhuga heldur
vegna þess, að verk Bachs hljóma
betur á þann hátt.
Nú er runnin upp ný öld í heimi
tónlistarinnar, er gerir fólki fært
að sitja heima hjá sér i þægilegum
stól og hlusta á góða tónlist að