Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 55

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 55
ERU SANNIR VEIÐIMENN AÐ VERÐA . . 53 ankomu. Þau eru jafnvel heilaþveg- in með alls konar dýrahljóðum, svo sem andakvaki, íkornatísti og elgs- dýraöskrum, sem til eru á hæg- gengum plötum, sem veiðimenn spila svo af inn á lítil segulbands- tæki, sem þeir hafa með sér, þegar þeir fara á veiðar. Það er njósnað um dýrin með hjálp kraftmikilla sjónauka, það er miðað nákvæmlega á þau með fullkomnum, langdrægum byssum sem útbúnar eru stækkunar- sigtum og hvíla jafnvel á þrífæti til þess að auðvelda miðun. Nú er jafnvel skotið á refi, sléttuúlfa og úlfa úr flugvélum, og ísbirnir eru eltir um ísbreiður Norður-íshafs- ins með hjálp flugvéla. í bók sinni „Veiðimaðurinn fljúgandi“ (The Flyging Sports- man), mælir Dave Harbour ofursti í bandaríska flughernum með því, að flogið sé yfir varpstöðvar ýmissa andategunda og þær rannsakaðar nákvæmlega, áður en veiðitíminn hefst. Og hann lýsir því, hvernig hann hafi tekið loftmyndir af varpstöðvum og sundtjörnum korn- hæna og stöðum þeim í næsta ná- grenni, sem helzt kæmi til greina að leynast á, svo að hægara yrði um vik, þegar veiðitíminn hæfist. Dádýrinu er það mikill fjötur um fót, að það getur alls ekki ímyndað sér neitt svo óvirðulegt sem mann í hnipri inni í skógar- þykknið, sprautandi allt umhverfi sitt með ilmi, sem er eftirlíking af ilmi ástfangins dádýrs. (Þrýstið einu sinni á sprautuna og óskatarfurinn kemur óðara þjótandi,) þannig hljóðar auglýsing um „tarfalyktar- efni“). „Barnf óstruhákarlarnir “ eru svo friðsamir, að það er óhætt að synda að þeim og sparka í þá. Þeir synda þá bara í burt. Og því er auðvelt fyrir mann, klæddan köfunarbúningi og útbúinn alls kyns tækjum að synda að þeim með skutul í hendi, sem hann skýt- ur svo úr sérstakri byssu, sem getur skotið stálskutli í gegnum 21/2 þumlungs planka. Þessu er lokið, áður en skepnan hefur gert sér grein fyrir því, að hún hefur verið blekkt. Flest þau dýr, sem skutulkaf- arar drepa, eru eins meinlaus og hamstrar. Möntuskatan, sem er 20 fet á langd, er blíðlynd og gæf skepna, sem hefur jafnvel engar tennur í efri góm. Kolkrabbinn er hlédrægt og óframfærið nætur- dýr, mjög hræðslugjarnt og tauga- óstyrkt. Eitt sinn þegar verið var að taka kvkmynd neðansjávar, áttu kvikmyndatökumennirnir í svo miklum e'rfiðleikum með að fá kol- krabba til þess að líta út sem hann væri í árásarhug, að þeir urðu að síðustu að vefja örmum hans ut- an um einn leikaranna og fá svo annan leikara til þess að reynda aó losa armana. Skepnan var dauð- hrædd, og í hræðslu sinni hélt hún dauðahaldi utan um leikarann sér til verndar, svo að það leit þann- ig út sem hún ætlaði að éta hann. Það er ekki langt síðan íþrótta- tímarit eitt birti mynd af Holly- woodkúreka, sem stóð yfir dauðum Alaskabirni, stórfenglegri 9V2 feta langri skepnu, og brosti sínu blíð- asta drengjabrosi. En björn þenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.