Úrval - 01.12.1966, Síða 86
84
ÚRVAL
NORMAN FRANK:
„Verk hans valda mér,
hryggð. Glœpir hans eru
okkar eini siðferðilegi
arfur.“
„Nei, við reynum ekki að neita
glæpum föður okkar. Hann hafði
flækt sig í glæpanet og galt fyrir
það með lífi sínu. Hann sagði okk-
ur þetta áður en hann dó. Þetta er
sá siðferðisarfur sem hann hefur
látið okkur börnum sínum eftir“,
segir Norman Frank um föður sinn
Hans Frank, fyrrum dómsmálaráð-
herra nazista og síðar gauleiter eða
allráðanda í hinu hernumda Pól-
landi — stríðsglæpamann, sem
Bandamenn hengdu.
Norman Frank býr með bróður
sínum Niklas í Munchen í íbúð, sem
foreldrar þeirra bræðra áttu, en
móðir þeirra er einnig dáin. A dyr-
unum stendur enn: Dr. jur. Hans
Frank.
Norman, sem er elztur þeirra
bræðra er kvikmyndastjóranahdi,
og hann hefur unnið að töku nokk-
urra mynda. Niklas ákvað afturá-
móti að verða lögfræðingur eins og
faðir hans hafði verið.
„Þannig get ég“, segir hann,
„rannsakað skjölin frá Nurnberg
réttarhöldunum. Ekki til að rétt-
læta föður minn, heldur til að
kynnast honum betur... ég er
ekki hræddur við það sem liðið
er..
Hans Frank hafði neyðzt til að
flýja frá Varsjá í janúar 1945, og
var tekinn til fanga af bandarískri
herdeild í kastala hans í Bavaríu.
Hann fagnaði Bandaríkjamönnun-
um innilega, þar sem einkastjörnu-
spámaður hans hafði sagt honum,
að allt myndi enda vel fyrir honum.
Norman sonur hans hafði getað
haldið áfram skólanámi, en Nurn-
berg réttarhöldin skyggðu á líf
hans og gerðu honum erfitt um nám
og hann féll tvívegis. Hann sá föð-
ur sinn skömmu fyrir andlát hans