Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 19

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 19
BRÁÐGÁFUÐ BÖRN 17 Fyrir skömmu var í Surrey haldin ráðstefna uppeldisfræðinga þar sem rætt var um ráð til að hafa upp á bráðgáfuðum börnum, hvernig hlynnt skyldi að þeim og þau látin njóta sín, og voru nefndarmenn beðnir að nefna dæmi úr skólum sínum. Hér eru nokkur þeirra: Fimm ára drengur gat spilað eftir eyranu villulaust og hann gat tek- ið undir þegar sungið var við morg- unbænir. Sem betur fór varð þetta til þess að hann fékk inngöngu í söngflokk nemenda við Kings Coll- ege, Cambridge. Og þeim sem telja að gáfur gangi að erfðum, mun geta þótt það styðja sitt mál, að afi barnsins var organleikari við dóm- kirkju. Annað dæmi er um dreng sem skaraði svo fram úr í teikningu, að hann hafði teiknað margar bækur fullar af myndum í frístundum sínum, sem allar sýndu ótvíræða listgáfu og var ólíkt öllu því sem jafnaldrar hans gátu gert. Þriðja dæmið er um 10 ára gamla stúlku, sem gat orkt í bundnu máli og skrifað sögur, og hvorttveggja með ágætum, hafði hún óvenjuleg tök á móðurmáli sínu eftir aldri, og góðan og sér- stæðan stíl. Ef ræða skal þetta vandamál, — því vandamál er það, er fleira en eitt og fleira en tvennt, sem taka þarf til greina. En veigamest mun það vera, að engin þjóð má við því að missa eitt einasta af þessum börnum fyrir vanrækslu. Því þau eru þjóðfélaginu afar dýrmæt. Það þarf að leita að þeim, og ættu skólar og heimili að legjast á eitt um þa|i. En þeirri mótbáru kynni að verða hreyft, að ólíklegt sé að svo fágæt- ar gáfur verði á vegi manns, má svara því til, að lítið mundi vera til af gulli og dýrum steinum ef slíkra dýrra efna hefði aldrei verið leitað. Því kann líka að verða svarað að líklegt sé að flestir foreldrar búist við því að börn sín séu í þessum flokki. Og ennfremur, að þau séu ekki bær að dæma um gáfnafar barna sinna, og muni gefa þeim hærri einkunn en þau eiga skilið. Það má vel vera. Að líkindum er flestum gjarnt til að trúa því frem- ur sem þeir óska sér, en hinu sem þeir kjósa ekki. En hér er tvenns að gæta. Fyrst og fremst þess, að gáfur leyna sér ekki. Ekki leynir barnið þeim sjálft. Allt of oft er dregin fjöður yfir þetta af fullorðn- um, sem annað hvort sjá það ekki, vegna þess að skilninginn og á- hugann vantar, eða það er beinlínis traðkað niður vitandi eða óvitandi, með athugaleysi okkar, sem höfum svo mikið að gera að við megum ekki vera að neinu. Eða með bein- um árásum, svo sem þessum eða þvílíkum orðum: „Þú ætlar að verða rithöfundur: Það skal ekki verða af því. Ég hef ætlað þér allt annað, virðulega stöðu í þjóðfélag- inu með eftirlaunum." Annað atriði er það, að foreldrar geta villzt á áhuga á einhverju sér- stöku námsefni og hæfileika til að stunda það, en þegar farið verður að athuga þetta, mun koma í ljós hvort heldur er. Sitt er hvað, áhugi og gáfur. En engu er sleppt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.