Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
börn, ákváðu að stytta sér aldur
árið 73 e. Kr. heldur en að gefast
upp fyrir Rómverjum, sem höfðu
setið um virkið í þrjú ár.
Litlum gistihúsum og heilsuhæl-
um fjölgar sífellt meðfram strand-
veginum í ísraelska hlutanum. Flest
eru þau þó í kringum uppsprett-
urnar, þar sem hin kemisku efni
vatnsins eru álitin geta læknað
ýmsa sjúkdóma. Hið hlýja, sól-
ríka loftslag gerir það að verkum,
að þetta eru prýðilegir vetrardval-
arstaðir. Þar er hægt að ganga um
á skyrtunni um miðjan vetur eða
synda, þótt það sé snjór á jörðu í
Jerúsalem, sem er örskammt und-
an.
Fræðimönnum verður tíðrætt um
suðvesturenda vatnsins. Hvar eru,
eða öllu heldur voru, hinar fornu
borgir syndarinnar, þær Sódóma og
Gómorra? Enginn er í vafa um, að
borgirnar voru einhvers staðar á
þessum slóðum og að þær eyddust í
einhverjum náttúruhamförum. En
hvernig? Ekki er það útilokað, að
um eld og brennistein hafi verið að
ræða eins og um getur í Biblíunni.
Nóg er þarna af efni, sem brunnið
getur eða sprungið í loft upp, svo
sem brennisteini, tjöru, jarðgasi og
asfalti. Ef til vill hefur eldingu
lostið niður og hún kveikt það vít-
isbál.
Á botni vatnsins.
Sumar gamlar sögusagnir benda
til þess, að borgir þessar hafi einn-
ig farið í kaf í miklum flóðum.
Sumir fræðimenn álíta, að þær
kunni að vera á botni Dauðahafs-
ins, líklega einna helzt á botni
hins grunna enda þess, sem er næst-
um einangraður frá aðalhluta hafs-
ins af löngum, flötum skaga, sem
teygir sig frá austurströndinni
þvert út í hafið og nefnist Tungan
(„Lisan“ á arabisku).
Það eru margar ástæður til þess
að álíta, að suðurhluti vatnsins, sem
er miklu grynnri en aðalhlutinn,
sem er fyrir norðan Tunguna, hafi
ekki myndazt fyrr en tiltölulega
nýlega. Hug'sazt getur, að einhvern
örlagaríkan dag hafi jörðin tekið
til að skjálfa og sökkva, kannski
aðeins um nokkur fet, en samt nóg
til þess að hleypa vatninu úr
Dauðahafinu um þrönga sundið
fyrir vestan Tunguna og gera því
fært að flæða yfir suðursléttuna,
sem nú er horfin undir vatnið.
Nýr fornleifafundur í fyrra varð
tilefni mikilla umræðna um þetta.
Úti á sjálfri Tungunni fannst risa-
stór kirkjugarður með a. m. k.
20.000 gröfum og þó að öllum lík-
indum miklu fleiri, og voru graf-
irnar fullar af allskonar leirkerum
frá þeim tímum, er Sódoma og Gó-
morra eru álitnar hafa eyðzt (eða
um 1900 f. Kr., að því er sagnir
telja) eða jafnvel enn eldri. Þessi
risastóri kirkjugarður hlýtur að
benda til þess, að stór borg eða
borgir hafi staðið þar nálægt. Hvers
vegna þá ekki Sódoma og Gómorra?
Innan skamms kann það að verða
tiltölulega einfalt viðfangsefni að
grafa upp svæði þessi á Tungunni
og jafnvel vatnsbotninn þar nálægt,
því að Dauðahafið er að deyja með
öðrum orðum að þorna upp, og eru
breytingar þessar enn hraðari en
áður er vitað um. Vatnið var eitt