Úrval - 01.12.1966, Síða 94

Úrval - 01.12.1966, Síða 94
92 ÚRVAL afdrif föður síns. Honum var sleppt aftur, en sagt um leið að móðir hans hefði dáið í fangabúð- um. Frú Gerda Bormann hafði verið handtekin af Bandaríkjamönnum strax og Þýzkaland hafði gefizt upp. Hún bjó þá í hjarðkofa í Bavaríu- fjöllum ásamt börnum sínum öllum nema Adolf, sem áður hafði verið nefndur. Herinn flutti hana til Merano á Norður-Ítalíu. Börnin voru skilin eftir í umsjá þjóna. Þau hétu Eicke, Friedrich Harmut, Gerda, Eva Mar- ia, Gerhard Heinrich, Irma og Joseph Volker. Þjónarnir losuðu sig við börnin og gáfu þau hinu og öðru fólki, sem vildi ættleiða þau. Joseph litli Volk- er dó af heilabólgu, þegar hann var 3ja ára. Irma, sem er sú eina sem hélt áfram að vera nazisti, og sú eina sem neitað hefur að taka ka- þólska trú, af því að hún vill vera eins og faðir hennar, að hún segir — var alin upp í eftirlæti og bílífi hjá fósturföður sínum. Hún fékk ágæta menntun. Árið 1957 giftist hún iðnaðar- manni Klotz að nafni, sem \hún býr með í Merano á talíu. Hún á tvö börn, dreng og stúlku en sá skuggi er á hjónabandi hennar, að tengdafólkið viðurkennir hana ekki og telur hana „nazista skrímsli." Friedrich Harmut ólst upp á mjög eðlilegan hátt og stundar nú við- skipti í Essen. Eva Maria giftist fyrir skömmu og býr í Bolzano á Ítalíu. Heinrich er verkstjóri í Duisburg og Gerða systir hans er nýgift, eins og systur hennar. Þá er eftir að segja frá Eicke Bor- mann. Hún var ættleidd þegar hún var 14 ára, og þá var hún bæði orð- in lík föður sínum í útliti og allri gerð. Ruddaskapurinn og hrokinn var með sama hætti og sömu- leiðis hin skipandi framkoma. Hún talaði helzt ekki um annað en föður sinn, sem hún taldi hafa verið afburðamann. Hún neitaði al- gerlega að vinna handtak, og krafð- ist þess að henni væri veitt sér- stakt atlæti, og jafnvel, að skóla- félagar hennar sýndu henni lotn- ingu. Hún var samt afburðanem- andi „það er skylda mín gagnvart föður mínum“, sagði hún, „að ég standi mig. Það gleður hann að heyra um það.“ Árið 1953 varð hún kennari við skóla í Merano, en hætti kennsl- unni ári síðar og giftist ítölskum manni og flutti með honum til Mil- ano. Hjónaband hennar virtist á- gætt og hún átti telpu með manni sínum og virtist hafa lagt stjórn- málin á hilluna. Hún dó skyndi- lega 1957. Eiginmaður hennar ákvað nokkru síðar að kvænast aftur, en þá varð hann að koma Elisabetu litlu dóttur sinni fyrir hjá vanda- lausum, því að hin síðari eigin- kona hans neitaði algerlega að hafa dótturdóttur Bormanns undir sínu þaki og nú er Elisabet litla orðin unglingsstelpa, en hún brosir aldr- ei. Martin Bormann hefur aldrei fundizt, hvorki dauður né lifandi. Nokkur vitni hafa borið það, að þau hafi séð lík hans undir brú einni í Berlín, en alltaf er samt að skjóta upp kollinum orðrómur um,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.