Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 94
92
ÚRVAL
afdrif föður síns. Honum var
sleppt aftur, en sagt um leið að
móðir hans hefði dáið í fangabúð-
um.
Frú Gerda Bormann hafði verið
handtekin af Bandaríkjamönnum
strax og Þýzkaland hafði gefizt upp.
Hún bjó þá í hjarðkofa í Bavaríu-
fjöllum ásamt börnum sínum öllum
nema Adolf, sem áður hafði verið
nefndur.
Herinn flutti hana til Merano á
Norður-Ítalíu. Börnin voru skilin
eftir í umsjá þjóna. Þau hétu Eicke,
Friedrich Harmut, Gerda, Eva Mar-
ia, Gerhard Heinrich, Irma og
Joseph Volker.
Þjónarnir losuðu sig við börnin
og gáfu þau hinu og öðru fólki, sem
vildi ættleiða þau. Joseph litli Volk-
er dó af heilabólgu, þegar hann var
3ja ára. Irma, sem er sú eina sem
hélt áfram að vera nazisti, og sú
eina sem neitað hefur að taka ka-
þólska trú, af því að hún vill vera
eins og faðir hennar, að hún segir
— var alin upp í eftirlæti og bílífi
hjá fósturföður sínum. Hún fékk
ágæta menntun.
Árið 1957 giftist hún iðnaðar-
manni Klotz að nafni, sem \hún
býr með í Merano á talíu. Hún á
tvö börn, dreng og stúlku en sá
skuggi er á hjónabandi hennar, að
tengdafólkið viðurkennir hana ekki
og telur hana „nazista skrímsli."
Friedrich Harmut ólst upp á mjög
eðlilegan hátt og stundar nú við-
skipti í Essen. Eva Maria giftist
fyrir skömmu og býr í Bolzano á
Ítalíu. Heinrich er verkstjóri í
Duisburg og Gerða systir hans er
nýgift, eins og systur hennar.
Þá er eftir að segja frá Eicke Bor-
mann. Hún var ættleidd þegar hún
var 14 ára, og þá var hún bæði orð-
in lík föður sínum í útliti og allri
gerð. Ruddaskapurinn og hrokinn
var með sama hætti og sömu-
leiðis hin skipandi framkoma.
Hún talaði helzt ekki um annað
en föður sinn, sem hún taldi hafa
verið afburðamann. Hún neitaði al-
gerlega að vinna handtak, og krafð-
ist þess að henni væri veitt sér-
stakt atlæti, og jafnvel, að skóla-
félagar hennar sýndu henni lotn-
ingu. Hún var samt afburðanem-
andi „það er skylda mín gagnvart
föður mínum“, sagði hún, „að ég
standi mig. Það gleður hann að
heyra um það.“
Árið 1953 varð hún kennari við
skóla í Merano, en hætti kennsl-
unni ári síðar og giftist ítölskum
manni og flutti með honum til Mil-
ano. Hjónaband hennar virtist á-
gætt og hún átti telpu með manni
sínum og virtist hafa lagt stjórn-
málin á hilluna. Hún dó skyndi-
lega 1957. Eiginmaður hennar ákvað
nokkru síðar að kvænast aftur, en
þá varð hann að koma Elisabetu
litlu dóttur sinni fyrir hjá vanda-
lausum, því að hin síðari eigin-
kona hans neitaði algerlega að hafa
dótturdóttur Bormanns undir sínu
þaki og nú er Elisabet litla orðin
unglingsstelpa, en hún brosir aldr-
ei.
Martin Bormann hefur aldrei
fundizt, hvorki dauður né lifandi.
Nokkur vitni hafa borið það, að
þau hafi séð lík hans undir brú
einni í Berlín, en alltaf er samt að
skjóta upp kollinum orðrómur um,