Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 79
BÖRN HITLERS
77
Dætur Heydrichs virðast heldur
ekki áhugasamar um stjórnmál.
Martha hefur svo mikið að gera
við hótelreksturinn, að hún má
ekki vera að sinna slíku, en Silke
segir:
— Þetta snertir mig ekki. í mín-
um augum er Þriðja ríkið eitt af
þeim fyrirbærum, sem maður les
um í sögubókunum í skólanum, líkt
og um Hundrað ára stríðið og
Napoleonsstyrjaldirnar. Og það er
um þetta eins og annað í kennslu-
bókum. Þú lærir þetta og gleymir
því síðan.
— Eg hef ekki einu sinni kynnt
mér, hvað þeir í raun og veru ákæra
föður minn fyrir. Þið verðið að
spyrja mömmu um það. Ég á ekki
aðrar minningar um pabba en þær
að hann lék á fiðlu og dó eins og
hermaður við skyldustörf sín.“
Silke hefur mikla ánægju af
óperu og leikhúsum og hefur num-
ið til þess. Hún hefur fengið nokk-
ur smáhlutverk í óperum, og enn-
fremur leikið lítilsháttar, en nú
virðist hún ætla að fá stærri verk-
efni sem sjónvarpsstjarna.
Silke er lagleg, velsiðuð og vin-
sæl og piltagull. Hún er mikil
íþróttamanneskja og áfjáð í að sigla
báti, tennisleikari ágætur og einn-
ig skíðamanneskja og sundmann-
eskja ágæt.
Einu sinni á ári hittist öll fjöl-
skyldan í grafreit einum í Berlín.
Þau krjúpa þar á gröf, sem eng-
inn minnisvarði er á lengur. Eitt
sinn var þarna stórt minnismerki
til minningar um „hetjuna", Rein-
hard Heydrich, en sprengjurnar
féllu og þar er nú ekkert nema
ógreinilegt kuml. Þetta kuml er
eina tengsli Heydrich dætranna við
liðinn tíma og föður sinn, sem
Silke man ógreinilega eftir og
Marta sá aldrei.