Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
út úr borðstofunni.
Um það bil viku síðar fór ég til
Júgóslavíu. Ég leigði einkalögreglu-
mann til að líta eftir húsinu annað
veifið meðan ég væri fjarverandi.
Hann skýrði frá því, að hann hefði
komið nokkrum sinnum að öllum
gluggum og hurðum opnum, en
einskis saknað. „Eitt sinn hafði ég
mjög nánar gætur á húsinu sam-
fleytt í sólarhring," sagði hann,
„klukkan u.þ.b. hálf þrjú um nótt-
ina voru öll ljós kveikt skyndilega.
Þau slokknuðu aftur rétt áður en
ég komst til hússins." Þú var
kvaddur til rafmagnsmaður að líta
á raflögn hússins. Þar var allt í
stakasta lagi.
Rétt fyrir jólin 1964 snerum við
aftur frá Evrópu. Við heyrðum
áfram hávaða úr borðstofunni á
hverri nóttu. Og hundarnir okkar
fóru að hegða sér undarlega. Þeir
byrjuðu kannski allt i einu að gelta
og störðu um leið á borðstofudyrn-
ar. Hvolpurinn hljóp oft að ákveðn-
um bletti í borðstofunni, en trítl-
aði síðan út, eins og hann væri að
fylgja einhverjum.
Mikinn hluta vors 1965 vorum
við hjónin fjarverandi. Þá bað ég
vin okkar, Joe Kavanagh, að líta
eftir húsinu af og til. Joe sagði mér
seinna, að engu máli hefði skipt,
hve vel hann læsti húsinu ■— allt-
af hefðu dyrnar staðið opnar er
hann kom næst. Ég gat mér þess
til, að einhver hefði náð í lykil að
húsinu, svo að ég lét skipta um
allar læsingar.
Næst fórum við að heiman og
niður að ströndinni í ágúst 1965.
Ég læsti húsinu eins og áður. Einn
daginn er ég kom til að sækja póst-
inn spurði Marvin Chandler, sem
hreinsar sundlaugina, hver byggi
í húsinu meðan við værum í burtu.
Ég sagði að húsið stæði autt.
„Það hélt ég líka,“ sagði Marvin,
„en á þriðjudaginn var, sá ég mann
í borðstofunni — stóran mann um
það bil sex fet á hæð og mikinn
um sig. Hann var í hvítri skyrtu
með dökkt bindi. Þegar ég nálgað-
ist dyrnar, til að spyrja hann, hve-
nær þið kæmuð aftur, hvarj hann
— hvarf fyrir augunum á mér.“
í september spurði vinur okkar,
rithöfundurinn John Sherlock,
hvort hann mætti búa í húsinu fá-
eina daga. Næsta dag hringdi hann
í mig á ströndina til að segja mér
að hann væri fluttur á hótel. Hann
sagði, að frá þeirri stundu, sem
hann steig inn í húsið, hefði honum
fundizt, eins og hafðar væru gætur
á honum.
„Einmitt þegar ég ætlaði að fara
að hátta í gestaherberginu niðri“,
sagði hann, „fann ég að einhver
var rétt hjá mér. Ég sneri mér við
og sá mannsmynd, um það bil sex
feta háa, sem starði á mig. Hann
var klæddur dökkum buxum, hvítri
skyrtu og bar dökkt bindi. Ég hef
aldrei áður fundið ein sterklega til
þess, að verið væri að hóta mér ein-
hverju. Ég þarf ekki að taka fram,
að ég fór á meiri hraða brott frá
húsinu, en ég hafði áður náð.“
Nú varð ég nauðugur, viljugur að
játa að eitthvað óhugnanlegt væri
að gerast í húsinu okkar. Ég kall-
aði á vin minn, Dr. Roderic Gorney,
sem er sálfræðingur hjá U.C.L.A.
Eftir að hann hafði hlustað með at-