Úrval - 01.12.1966, Side 14

Úrval - 01.12.1966, Side 14
12 ÚRVAL út úr borðstofunni. Um það bil viku síðar fór ég til Júgóslavíu. Ég leigði einkalögreglu- mann til að líta eftir húsinu annað veifið meðan ég væri fjarverandi. Hann skýrði frá því, að hann hefði komið nokkrum sinnum að öllum gluggum og hurðum opnum, en einskis saknað. „Eitt sinn hafði ég mjög nánar gætur á húsinu sam- fleytt í sólarhring," sagði hann, „klukkan u.þ.b. hálf þrjú um nótt- ina voru öll ljós kveikt skyndilega. Þau slokknuðu aftur rétt áður en ég komst til hússins." Þú var kvaddur til rafmagnsmaður að líta á raflögn hússins. Þar var allt í stakasta lagi. Rétt fyrir jólin 1964 snerum við aftur frá Evrópu. Við heyrðum áfram hávaða úr borðstofunni á hverri nóttu. Og hundarnir okkar fóru að hegða sér undarlega. Þeir byrjuðu kannski allt i einu að gelta og störðu um leið á borðstofudyrn- ar. Hvolpurinn hljóp oft að ákveðn- um bletti í borðstofunni, en trítl- aði síðan út, eins og hann væri að fylgja einhverjum. Mikinn hluta vors 1965 vorum við hjónin fjarverandi. Þá bað ég vin okkar, Joe Kavanagh, að líta eftir húsinu af og til. Joe sagði mér seinna, að engu máli hefði skipt, hve vel hann læsti húsinu ■— allt- af hefðu dyrnar staðið opnar er hann kom næst. Ég gat mér þess til, að einhver hefði náð í lykil að húsinu, svo að ég lét skipta um allar læsingar. Næst fórum við að heiman og niður að ströndinni í ágúst 1965. Ég læsti húsinu eins og áður. Einn daginn er ég kom til að sækja póst- inn spurði Marvin Chandler, sem hreinsar sundlaugina, hver byggi í húsinu meðan við værum í burtu. Ég sagði að húsið stæði autt. „Það hélt ég líka,“ sagði Marvin, „en á þriðjudaginn var, sá ég mann í borðstofunni — stóran mann um það bil sex fet á hæð og mikinn um sig. Hann var í hvítri skyrtu með dökkt bindi. Þegar ég nálgað- ist dyrnar, til að spyrja hann, hve- nær þið kæmuð aftur, hvarj hann — hvarf fyrir augunum á mér.“ í september spurði vinur okkar, rithöfundurinn John Sherlock, hvort hann mætti búa í húsinu fá- eina daga. Næsta dag hringdi hann í mig á ströndina til að segja mér að hann væri fluttur á hótel. Hann sagði, að frá þeirri stundu, sem hann steig inn í húsið, hefði honum fundizt, eins og hafðar væru gætur á honum. „Einmitt þegar ég ætlaði að fara að hátta í gestaherberginu niðri“, sagði hann, „fann ég að einhver var rétt hjá mér. Ég sneri mér við og sá mannsmynd, um það bil sex feta háa, sem starði á mig. Hann var klæddur dökkum buxum, hvítri skyrtu og bar dökkt bindi. Ég hef aldrei áður fundið ein sterklega til þess, að verið væri að hóta mér ein- hverju. Ég þarf ekki að taka fram, að ég fór á meiri hraða brott frá húsinu, en ég hafði áður náð.“ Nú varð ég nauðugur, viljugur að játa að eitthvað óhugnanlegt væri að gerast í húsinu okkar. Ég kall- aði á vin minn, Dr. Roderic Gorney, sem er sálfræðingur hjá U.C.L.A. Eftir að hann hafði hlustað með at-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.