Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 68

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 68
66 hann hafði borið af leið. Nýbyggj- arnir á Grænlandi höfðu nóg að starfa í hinu nýja landi og því ekki þörf fyrir meiri landafundi í bili. Leitin að timbri. Næsta áratuginn lá þessi landa- fundur Bjarna því í láginni og var orsökin meðal annars sú, að Eiríkur rauði vildi ekki láta trufla sig með- an hann var að festast í sessi, sem sjálfskipaður konungur í nýlendu sinni. En það kom fljótt á daginn, að Grænland vantaði mikilsverð landgæði. Þar var enginn skógur, sem hægt væri að vinna úr smíðar. Það varð að notast við rekavið, en þegar hann gekk til þurrðar, fóru þeir að flytja, með ærnum kostnaði, timbur alla leið frá Nor- egi. Það var árið 995, sem Leifur, son- ur Eiríks, gerði sér ljóst, að það myndi vera hægt að græða á þess- um skorti í landinu. Hann minntist þess að Bjarni Herjólfsson hafði séð grænan skóg á landi því, sem hann hafði rekizt á í suðvestur frá Græn- landi. Hann kom nú að máli við Bjarna í kyrrþey og þeir sömdu með sér að leita þessa lands á ný og sækja sér þangað skógarvið. Eftir fimm daga útivist í hafi, komu Leifur og Bjarni að ströndum Ný- fundnalands og tóku land við Þrenningarflóa. ■ Þeir slógu upp tjöldum á ströndinni og tóku til óspilltra málanna við að höggva skóginn. Þeir hlóðu skip sín, svo sem þeim þótti framast fært af birki og furu og þurrkuðum ávöxtum af víntegund einni, sem Leifur gaf landinu nafn af og kallaði Vínland. ÚRVAL Leifur sneri aftur til Grænlands sem þjóðhetja. Landsnámstilraun. Það var árið 1003, að nýr maður kom fram á sjónarsviðið. Sá var Þorfinnur karlsefni, íslenzkur far- kaupmaður. Hann kom til Græn- lands með tvö skip hlaðin land- nemum frá íslandi. Þegar hér var komið sögu, ógnaði Leifur orðið konungdómi föður síns. Til þess að efla og styrkja völd sín, réði Eirík- ur Þorfinn til nýrrar ferðar til Vín- lands og skyldi hann nema þar land í nafni Eiríks. Þorfinnur hélt af stað með fjög- urra skipa flota og hélt fyrst til Baffineyju, en síðan suður á bóginn suður með ströndum Labradors og náði í Fagureyjarsund milli Labra- dors og Nýfundnalands að áliðnu sumri og bjóst síðan til vetrarsetu við Epavesflóann nyrzt á Ný- fundnalandi. Næstu þrjú árin könnuðu leið- angursmenn umhverfið, en þeim lánaðist ekki að finna Þrenningar- flóa á Vínlandi. í stað þess lentu þeir í skærum við Eskimóa og Indíána og fóru þeir halloka vík- ingarnir og sáu sitt óvænna og sneru aftur til Grænlands. Eftir því sem vitað er bezt, er þetta eina tilraunin, sem norrænir menn gerðu til að nema Norður- Ameríku, en þær fimm aldir, sem þeir áttu eftir að haldast við líði í Grænlandi, héldu þeir áfram að senda skip eftir skógarviði til Labrador og þeir stunduðu veiðar við Hudsonflóa og Ungavarflóa. Sú vitneskja, sem Eiríkur rauði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.