Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 83
BÖRN HITLERS
81
GUÐRÚN HIMMLER
„ ég er hreykin af
nafni mínu.“
A hverjum morgni, þegar skrif-
stofufólkið í Miinchen heldur til
vinnu sinnar, opnar ung kona með
varúð dyrnar heima hjá sér í
Georgenstræti nr. 81 og gægist út.
Andlit hennar er þreytulegt og sé
hún ekki vör um sig, þá virðist
þetta lítil umkomulaus stúlka. Hún
heitir Guðrún Himmler og eina
barn hins fyrrum volduga Heinrich
Himmlers, SS manns og ríkisleið-
toga. Það var hann, sem í kraft’
valds síns sem yfirforingi lögregl-
unnar og næst æðsti maður ríkis
ins, skipulagði hinar alræmdu
þýzku eyðingarfangabúðir og gas-
ofnana, sem gleyptu milljónir sak-
lausra manna.
Ef Guðrún verður vör einhvers,
sem henni þykir grunsamlegt, þeg-
ar hún gægist út, hringir hún í
nokkra kunningja sína, sem þá
koma að vörmu spori ög reka þann
á brott, sem ónáðað hefur Guðrúnu.
Mér hafði verið gert ljóst af
kunnugum, hvers sinnis Guðrún
væri, en samt varð ég hissa, þegar
ég kom í íbúð hennar og sá að
henni hafði verið breytt í einskon-
ar minjasafn. Þar hanga um alla
veggi myndir af Himmler og þar
eru minningabækur og orður,
skraut, og einkennisbúningar.
„Stundum varð ég“, segir Guð-
rún, „að greiða offjár fyrir ein-
hvern þessara hluta, og þá varð
ég að neita mér um kvöldverð svo
vikum skipti.“ Hún hefur þurft að
ferðast um ýms þjóðlönd til að ná
þessu dóti saman og nú vill hún
fara til Washington þar sem leynd-
arskjöl föður hennar eru geymd.
Guðrún Himmler vill verja minn-
ingu föður síns með öllum ráðum
og segir: — Ég er stolt af honum
og nafni mínu.
Það getur vel verið að skýring-