Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 33

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 33
HVERNIG ÉG FÓR AÐ ÞVÍ AÐ LÉTTAST . . . 31 en ég kunni nú auðveldari aðferð til að láta hóp af unglingum hlæja að mér, en þá að fara að þreyta hlaup mitt þar. Loks valdi ég heldur fáfarinn veg, Peekskill götu, sem hggur rétt hjá húsinu okkar. Þegar ég hafði loks ákveðið hlaupabrautina, fékk ég mér hvít- ar stuttbuxur, tennisskó og þunna bómullaskyrtu. Mér var auðvitað ljóst, að ég myndi líta dálítið kjána- lega út, en ég þóttist vita, að ég myndi líta enn kjánalegar út, hlaupandi eftir götunni í brúnu fötunum mínum, með bindið og skóreimarnar flaksandi. Þegar ég hafði klæðzt herklæð- unum, fór ég á fund konu minnar og tilkynnti henni, að ég ætlaði að hlaupa smásprett. „Ágætt“, sagði hún hressilega, „hlauptu hérna yfir í kjörbúðina og kauptu brauð.“ Mér fannst það ekki virðingu minni samboðið að anza henni. Ég var ekki alveg viss um, hvað maður, sem hefði setið um kyrrt að mestu í 17 ár mætti ætla sér í byrjun, en taldi rétt að ofbjóða mér ekki, svo að ég setti markið við Falmouthsjoppuna, en þangað var hálfur annar kílómeter. Ég var léttur í skapi og ákafur að reyna mig, og hélt frísklega af stað, og glæsileg mynd af sjálfum mér tág- grönnum í hópi ungra fegurðar- dísa leið mér fyrir hugskotssjónir um leið og ég hljóp fyrstu skrefin. Húsasamstæðan sem ég bý í er all- löng og ég þurfti að hlaupa fram- með henni áður en ég komst á hina eiginlegu hlaupabraut, PeekskiD götuna. Hin glæsilega mynd var farin að fölna þegar ég loksins var kominn framhjá allri þessari voðalöngu húsasamstæðu. Það höfðu ein- hverjir dvergar kveikt bál niðri í lungunum á mér, og þeir virtust vera að steikja þar kjötogmargsnúa steikinni. Einnig voru fætur mínir orðnir eitthvað einkennilegir. Það var eins og það væri sinn steinn- inn neðan í hvorri löpp, og að síð- ustu var það runnið upp fyrir mér um leið og ég beygði fyrir hornið á Peekskill götu, að hálfur annar kílómetir væri 1500 metrar, og það var miklu hærri tala, heldur en mér hafði nokkru sinni fyrr verið ljóst. Þegar ég beygði fyrir hornið, hægði ég ferðina, en samt var það greinilegt, að ég var að hlaupa. Lítill strákur á þríhjóli, hjólaði framúr mér og hvarf fyrir næsta horn. Hnén á mér voru orðin ein- kennileg og farin að skellast sam- an, og þó var hitt enn undarlegra, að það var eins og skórnir mínir væru orðnir fullir af skeljum. Einhvernveginn datt mér það snjallræði í hug, að heppilegast væri, að hætta hlaupinu strax og ég sæi stað, sem gott væri að hvíl- ast á og ég veit ekki hvort staður- inn var svo ýkjagóður hvíldarstað- ur, en mér fannst hann hlyti að vera það og fleygði mér niður skömmu eftir að ég hafði tekið þessa mikilvægu ákvörðun. Góða stund lá ég endilangur og engdist eins og smiðjubelgur. Meðan ég lá þarna, sagði ég við skeljarnar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.