Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 33
HVERNIG ÉG FÓR AÐ ÞVÍ AÐ LÉTTAST . . .
31
en ég kunni nú auðveldari aðferð
til að láta hóp af unglingum
hlæja að mér, en þá að fara að
þreyta hlaup mitt þar. Loks valdi
ég heldur fáfarinn veg, Peekskill
götu, sem hggur rétt hjá húsinu
okkar.
Þegar ég hafði loks ákveðið
hlaupabrautina, fékk ég mér hvít-
ar stuttbuxur, tennisskó og þunna
bómullaskyrtu. Mér var auðvitað
ljóst, að ég myndi líta dálítið kjána-
lega út, en ég þóttist vita, að ég
myndi líta enn kjánalegar út,
hlaupandi eftir götunni í brúnu
fötunum mínum, með bindið og
skóreimarnar flaksandi.
Þegar ég hafði klæðzt herklæð-
unum, fór ég á fund konu minnar
og tilkynnti henni, að ég ætlaði að
hlaupa smásprett.
„Ágætt“, sagði hún hressilega,
„hlauptu hérna yfir í kjörbúðina
og kauptu brauð.“
Mér fannst það ekki virðingu
minni samboðið að anza henni.
Ég var ekki alveg viss um, hvað
maður, sem hefði setið um kyrrt
að mestu í 17 ár mætti ætla sér í
byrjun, en taldi rétt að ofbjóða
mér ekki, svo að ég setti markið
við Falmouthsjoppuna, en þangað
var hálfur annar kílómeter. Ég var
léttur í skapi og ákafur að reyna
mig, og hélt frísklega af stað, og
glæsileg mynd af sjálfum mér tág-
grönnum í hópi ungra fegurðar-
dísa leið mér fyrir hugskotssjónir
um leið og ég hljóp fyrstu skrefin.
Húsasamstæðan sem ég bý í er all-
löng og ég þurfti að hlaupa fram-
með henni áður en ég komst á hina
eiginlegu hlaupabraut, PeekskiD
götuna.
Hin glæsilega mynd var farin að
fölna þegar ég loksins var kominn
framhjá allri þessari voðalöngu
húsasamstæðu. Það höfðu ein-
hverjir dvergar kveikt bál niðri í
lungunum á mér, og þeir virtust
vera að steikja þar kjötogmargsnúa
steikinni. Einnig voru fætur mínir
orðnir eitthvað einkennilegir. Það
var eins og það væri sinn steinn-
inn neðan í hvorri löpp, og að síð-
ustu var það runnið upp fyrir mér
um leið og ég beygði fyrir hornið
á Peekskill götu, að hálfur annar
kílómetir væri 1500 metrar, og það
var miklu hærri tala, heldur en
mér hafði nokkru sinni fyrr verið
ljóst.
Þegar ég beygði fyrir hornið,
hægði ég ferðina, en samt var það
greinilegt, að ég var að hlaupa.
Lítill strákur á þríhjóli, hjólaði
framúr mér og hvarf fyrir næsta
horn. Hnén á mér voru orðin ein-
kennileg og farin að skellast sam-
an, og þó var hitt enn undarlegra,
að það var eins og skórnir mínir
væru orðnir fullir af skeljum.
Einhvernveginn datt mér það
snjallræði í hug, að heppilegast
væri, að hætta hlaupinu strax og
ég sæi stað, sem gott væri að hvíl-
ast á og ég veit ekki hvort staður-
inn var svo ýkjagóður hvíldarstað-
ur, en mér fannst hann hlyti að
vera það og fleygði mér niður
skömmu eftir að ég hafði tekið
þessa mikilvægu ákvörðun. Góða
stund lá ég endilangur og engdist
eins og smiðjubelgur. Meðan ég lá
þarna, sagði ég við skeljarnar í