Úrval - 01.12.1966, Page 68
66
hann hafði borið af leið. Nýbyggj-
arnir á Grænlandi höfðu nóg að
starfa í hinu nýja landi og því ekki
þörf fyrir meiri landafundi í bili.
Leitin að timbri.
Næsta áratuginn lá þessi landa-
fundur Bjarna því í láginni og var
orsökin meðal annars sú, að Eiríkur
rauði vildi ekki láta trufla sig með-
an hann var að festast í sessi, sem
sjálfskipaður konungur í nýlendu
sinni. En það kom fljótt á daginn,
að Grænland vantaði mikilsverð
landgæði. Þar var enginn skógur,
sem hægt væri að vinna úr smíðar.
Það varð að notast við rekavið,
en þegar hann gekk til þurrðar,
fóru þeir að flytja, með ærnum
kostnaði, timbur alla leið frá Nor-
egi.
Það var árið 995, sem Leifur, son-
ur Eiríks, gerði sér ljóst, að það
myndi vera hægt að græða á þess-
um skorti í landinu. Hann minntist
þess að Bjarni Herjólfsson hafði séð
grænan skóg á landi því, sem hann
hafði rekizt á í suðvestur frá Græn-
landi. Hann kom nú að máli við
Bjarna í kyrrþey og þeir sömdu
með sér að leita þessa lands á ný
og sækja sér þangað skógarvið.
Eftir fimm daga útivist í hafi, komu
Leifur og Bjarni að ströndum Ný-
fundnalands og tóku land við
Þrenningarflóa. ■ Þeir slógu upp
tjöldum á ströndinni og tóku til
óspilltra málanna við að höggva
skóginn. Þeir hlóðu skip sín, svo
sem þeim þótti framast fært af birki
og furu og þurrkuðum ávöxtum af
víntegund einni, sem Leifur gaf
landinu nafn af og kallaði Vínland.
ÚRVAL
Leifur sneri aftur til Grænlands
sem þjóðhetja.
Landsnámstilraun.
Það var árið 1003, að nýr maður
kom fram á sjónarsviðið. Sá var
Þorfinnur karlsefni, íslenzkur far-
kaupmaður. Hann kom til Græn-
lands með tvö skip hlaðin land-
nemum frá íslandi. Þegar hér var
komið sögu, ógnaði Leifur orðið
konungdómi föður síns. Til þess að
efla og styrkja völd sín, réði Eirík-
ur Þorfinn til nýrrar ferðar til Vín-
lands og skyldi hann nema þar land
í nafni Eiríks.
Þorfinnur hélt af stað með fjög-
urra skipa flota og hélt fyrst til
Baffineyju, en síðan suður á bóginn
suður með ströndum Labradors og
náði í Fagureyjarsund milli Labra-
dors og Nýfundnalands að áliðnu
sumri og bjóst síðan til vetrarsetu
við Epavesflóann nyrzt á Ný-
fundnalandi.
Næstu þrjú árin könnuðu leið-
angursmenn umhverfið, en þeim
lánaðist ekki að finna Þrenningar-
flóa á Vínlandi. í stað þess lentu
þeir í skærum við Eskimóa og
Indíána og fóru þeir halloka vík-
ingarnir og sáu sitt óvænna og
sneru aftur til Grænlands.
Eftir því sem vitað er bezt, er
þetta eina tilraunin, sem norrænir
menn gerðu til að nema Norður-
Ameríku, en þær fimm aldir, sem
þeir áttu eftir að haldast við líði
í Grænlandi, héldu þeir áfram að
senda skip eftir skógarviði til
Labrador og þeir stunduðu veiðar
við Hudsonflóa og Ungavarflóa.
Sú vitneskja, sem Eiríkur rauði