Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 13

Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 13
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 11 gekk í ýmsa skóla og síðast þeirra í Háskólann. Þegar hún hafði verið þar eina tvo vetur, söðlaði hún um —■ giftist, og fór að búa á föður- leifð sinni, þar sem þau eru enn. Sæmundur efnaðist vel á Sig- urðarstöðum, og kom þar upp stóru fjárbúi; þó hann hefði þar tölu- verða heyöflun, bjó hann alltaf nokkuð í eldri stíl: átti hraust og duglegt fé, sem bjó alltaf við tölu- vert frjálsræði. Sæmundur var enginn hversdags- maður, þó hann eyddi meirihluta ævi sinnar við hversdagsleg störf. Hann hafði ágæta burði og af- burða-þrek — enda lét hann sér enga smámuni í augum vaxa; fram eftir sjötugsaldri hygg ég að færri ungir menn hefðu þurft að reyna við hann þrek, s. s. þolgöngur. Þá tók hann og oft hraustlega til hönd- um við trjáreka sinn sem reyndist honum oft drjúgur og töluvert arð- samur. Hagsýnn var Sæmundur í eðli sínu, og mikill raunhyggjumaður, en þrátt fyrir það (eða máske vegna þess) hafði hann opinn huga fyrir allri dulvísi, og miklar mætur á öllum þjóðlegum fróðleik, þjóðsög- um, draumum o. fl. slíku; safnaði hann bókum um þau efni, og var vel heima í þeim. Hann las alltaf töluvert, hafði gott næmi og framúrskarandi traust minni; þægilegur var hann í við- móti og flestum mönnum geðbetri. Er varla hægt að hugsa sér vandaðri mann til verka né orða. Oft undr- aðist ég viðskiptahætti hans, sem alltaf virtust miðast við hinn aðil- ann, enda er ég viss um að aldrei hefir neinn tapað á skiptum við hann; en það var sama, — Sæmund- ur efnaðist þrátt fyrir það. Þess vegna voru þeir til sem sögðu að fé- sæld hans væri ekkert honum að þakka, heldur elti heppnin hann svona á röndum. Má vera, að góðvilji og hylli flestra sem komust í einhverja snertingu við hann, hafi dugað hon- um til auðnu og heppni — enda vildu allir skipta við hann. Ég heyrði konu eina sem einu sinni átti hæli hjá honum vetrarlangt, ásamt manni sínum og börnum taka svo til orða: „Höfðingjar" — í raun og veru veit ég ekkert hverjir það eru; ég man aldrei eftir neinum höfdingja nema Sæmundi á Sigurðarstöðum. Ekki mun þessi kona hafa verið ein um að prísa veglyndi hans. Sæmundur vildi öllum gjöra gott, og var aldrei smátækur á liðveizlu við neinn, en hann var nýtinn á allt sem að gagni mátti verða. T.d. hélt hann því við sig, svo lengi sem hann gekk við fé, að gjöra til á staðnum og strax, hverja kind sem hann átti og fann dauða í hættum svo framarlega sem hún var hirð- andi; bar hana þá jaínan skrokkinn heim með sér, þó vegarlengdin væri einir 4—6 km., verkaði hana vandlega, saltaði og reykti. Meira virtist hann þó gjöra þetta af um- hyggju fyrir öðrum en sjálfum sér, því hann virtist gjöra sér að reglu að gefa fátækum sem svaraði því sem hann jók kjötforða heimilins með þessu. Mikið var Sæmundur einn í til- efni af störfum sínum, en virtist una því vel; svo mikið er víst, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.