Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 111

Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 111
ALLT NEMA PENINGAR 109 truflanahljóða útvarps- og sjón- varps, meðan nágrannarnir sátu þarna og töluðu við heimilisfólkið. Karlmennirnir töluðu saman út af fyrir sig um sinn sérstaka heim: störf, húsbændur, verkstjóra og samdrátt í atvinnulífinu. „Allt ár- ið bíður maður eftir annatímanum. Svo þegar annatíminn kemur, þá er bara enginn annatími." Konurnar skrældu epli, svo að hýðið rofnaði ekki, heldur varð ein endalaus lykkja, og svo tuggðu þær eplin með tönnunum, sem eftir voru, og ræddu um barneignir, fæðinga? og fæðingarhríðir og allt, sem þau mál snerti. Hríðirnar tóku þrjá daga með fyrsta barnið, fjóra tíma með það annað. Þær ræddu raunveru- lega óléttu og „platóléttu". Og þær bentu alltaf öðru hverju ásakandi með þumalfingrinum á „þá“, karl- mennina, upphaf allra vandamála kvennanna. Þegar samtalið tók að snúast um efni, sem ekki voru álit- in við barna hæfi, kinkaði mamma kolli í áttina til okkar krakkanna og muldraði: „Börnin“, og eyðilagði allt fyrir okkur, þegar það var ein- mitt að byrja að verða svolítið „spennandi". Ein helzta þjónustan, sem kon- urnar inntu af hendi, var að koma dætrum annarra í hjónaband. Það var aðeins á færi piparsveins, sem hafði margra ára reynslu sem flóttamaður á flótta undan hjóna- bandinu, að komast undan því að giftast einhverri af stúlkunum í leigukumbaldanum okkar. Fram- varðarsveitum mæðra gjafvaxta meyja tókst að handsama fleiri menn en alríkislögreglunni sjálfri. Þær efuðust ekki um það, að hjóna- bönd eru „sköpuð“ á himnum, en þær vissu það samt, að henni Klöru á annarri hæð húsagarðsmegin mundi aldrei takast að krækja sér í mannsefni, nema þær settu bæði himin og jörð á annan endann til þess að tryggja henni eitthvert mannsefni. Það gilti einu máli, hversu fáir og fátæklegir kostir stúlkunnar voru, hún var fullkomin sjálf, ef dæma skyldi eftir „auglýsingaher- ferðinni". Væri hún lágvaxin og næstum 200 pund, þá var hún bara lítil og blómleg. Væri hún ólagleg, sögðu auglýsingasérfræðingarnir: „Bíddu bara, þangað til þú heyrir hana leika á píanóið." Og væri stúlkan óumdeilanlega ljót, var því lýst yfir fjálglega, að hún væri „mjög gáfuð“. Þegar einhver stúlkan í leigu- kumbaldanum krækti sér í „fast“ samband, fóru allir nágrannarnir að spyrja móður stúlkunnar í þaula. Þar var um prófraun að ræða. Það var verið að prófa, hversu hátt stúlka úr leigukumbalda í fátækra- hverfi gæti hafizt. ,,Er hann góður maður? Hvað starfar hann?“ Ef hann „þénaði" ekki vel, var um annan kost að ræða, sem var algerlega frambærilegur. Námsgeta var jafnvel dáð enn meira en geta til þess að vinna sér inn peninga. „Hann er að læra“. Stúlka, sem var „með“ námsmanni, gat haldið áfram að „vera með honum í lang- an tíma. „Það verður allt í lagi með hann. Hann er einmitt rétti mað- urinn handa henni og hún rétta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.