Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 112

Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL konan handa honum. Megi Guð bara geí'a, að hún Lea mín nái í eins gott mannsefni og hún Rut.“ í launaskyni fyrir alla fyrirhöfn- ina var nágrönnunum alltaf boðið í brúðkaupið. Og þar hvísluðust þeir á yfir steikta kjúklingnum: „Svona okkar á milli sagt, þá er hann ekki rétti maðurinn fyrir hana og hún er ekki heldur rétta konan fyrir hann.“ MAMMA OG PABBI HÖFÐU EKKI ALLTAF Á RÉTTU AÐ STANDA Öll þessi uppvaxtarár okkar gerðu mamma og pabbi allt það, sem sálfræðingur nútímans for- dæma blátt áfram. Þau voru ekkert að hafa fyrir því að réttlæta gerðir sínar í augum okkar, og þau sögðu ekki heldur: „Þessi refsing er mér meiri kvöl en þér.“ Ef þau voru spurð um ástæðuna fyrir hlutun- um, vitnuðu þau ætíð í eitthvert al- viturt „yfirvald“, ,sem gekk undir nafninu „Af því!“ Þau auðmýktu okkur („Svona gamall piltur ætti að vita betur“). Þau gerðu lítið úr okkur („Ja, hlustið nú bara á, hver er að tala núna“). Þau minntu okkur á þær fórnir, sem þau höfðu orðið að færa okkar vegna (Og þetta eru laun mín!“). Þau öskruðu á okkur („Jæja, heyrirðu nú, hvað ég segi?“) Og þau hikuðu ekki við að minna okkur á fyrri afbrot okkar („Og hvernig var það, þegar þú helltir bleki niður í borðdúkinn?“) Þá vissi ég ekki, að það var ætlazt til þess, að mæður gripu til sálar- fræðinnar við uppeldi barna sinna. Ég vissi bara, að þær gripu til hvers eins, sem hendinni var næst þá stundina, svo sem óla, sem rak- hnífar voru brýndir á, trésleifa eða lófa hvorrar handarinnar, sem nær sökudólgnum var. Ég vissi þá ekki, að það var ekki álitið rétt, að feður berðu krakk- ana sína, ef þau voru óþæg og brutu eitthvað af sér. Krakki, sem átti föður, sem lamdi hann aldrei, var leiður, vegna þess að honum fannst, að faðirinn hefði alls engan áhuga á honum. Og þar að auki koma þeir dagar, að krakkar geta verið alveg ómögulegir ... eins og til dæmis frá mánudegi til sunnu- dagskvölds, eins og hver heiðarleg- ur krakki mundi lýsa yfir, væri hann eiðsvarinn. Það var gerður sífelldur saman- burður við nafnlausa krakka, sem tilheyrðu einhverju dýrakyni, sem gekk undir nafninu ,,Börn annars fólks“. Börn annars fólks voru hrein, hjálpsöm, gáfuð og sýndu fólki tilhlýðilega virðingu. Foreldr- ar annarra barna voru ekki hrædd- ir við að fara með börn sín hvert sem var. Við urðum líka að þola samanburð við skynlausar skepn- urnar. „Jafnvel hundur stendur UPP, þegar gestir koma inn í her- bergið." „Jafnvel köttur þvær and- litið á undan kvöldmatnum“. Pabbi notaði oft „Þegar ég var á þínum aldri“-aðferðina. Hann var algert undrabarn, ef dæma skal eft- ir afrekum þeim, sem hann á að hafa unnið í bernsku. „Hvenær ætlarðu að, fara að haga þér eins og sannur maður?“ var hin eilífa spurning hans, þegar hann vildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.