Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 45

Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 45
FORSETI.... EN ENNÞÁ 43 un vildi hann binda endi á sprengju- árásir Bandaríkjamanna á Norður- Vietnam, áður en samningaviðræð- ur gætu hafizt (og hið sama vildu margir aðrir). Það virtist sem mark- mið hinna tveggja aðila með frið- arsamningum og friði væri gerólíkt og erfitt mundi að samræma sjón- armiðin. En margt furðulegt getur gerzt í myrkviði utanríkismálanna. Mikið var undir afstöðu Ho Chi Minh komið. Þessi elzti kommúnistaleiðtogi Asíu fæddist árið 1890. Það gæti skeikað einu eða tveimur árum til eða frá. Hugsjónir hans haldast í hendur við löngun í hrísgrjónaauð- legð óshólma Mekong-fljótsins í Suður-Víetnam. Hann virtist hafa hálfgerða skömm á afstöðu manna þar til lífsins og tilverunnar, líkt og full hrísgrjónaskál sé óskaplegt óhóf. Ef treysta má þeim fátæklegu skrám og skýrslum, sem til eru, var fæðingarstaður hans þorpið Kim Lien í Nghe Anhéraðinu, sem væri nú hægt að kalla Mið-Vietnam. Vietnam, sem þá bar heitið Indó- Kína, var hluti nýlenduríkis Frakka, og faðir Ho vann fyrir frönsku hús- bændurna, þangað til hann var ákærður fyrir moldvörpustarfsemi gegn hinum frönsku stjórnarvöld- um og rekinn frá störfum. Þannig gaf faðirinn syninum fyrirmyndina, hvað stjórnmálalega afstöðu hans snerti. Ngyen, sem var enn ungur að aldri, var tekinn úr skólanum, sem hann var þá í í Saigon, og sendur i menntaskóla í Hué. Síðar flæktist hann víða, og eru litlar upplýsing- ar fáanlegar um það tímabil, svo að áreiðanlegar megi teljast, nema það kom fram, að hin eirðarlausa sál hans var að leita að breytingum og ævintýrum og tækifæri til þess að tjá þann eldmóð persónuleikans, sem bjó í þessum unga manni. „Hann rauk að heiman og fór á sjóinn. . . . . “ Þannig væri kannske hægt að lýsa næsta þætti ævisögu hans. Hann réð sig á franskt gufuskip, sem var á leið til Lundúna. Asíubúar flykktust um þær mund- ir í land í hafnarhverfum Lundúna, en flestir þeirra hættu sér aldrei út fyrir takmörk Commercial Road. En það gegndi öðru máli um hinn unga Ho...........þ.e.a.s. Nguyen. Hann sneri nú baki við sjómennsk- unni, og East Endhverfi Lundúna var of þröngur stakkur skorinn til þess að halda honum innan vébanda sinna. Brátt skaut honum upp á Carltonhótelinu, hvorki meira né minna. Þetta var mesta óhófsgisti- hús Lundúna í þá daga. Að vísu fór hann ekki inn um framdyrnar, held- ur gerðist hann lærlingur hjá bak- aranum í eldhúsi gistihússins, en yfirmaður eldhússins var þá einmitt hinn óvijafnanlegi matsveinn Es- coffier. Ho varð aldrei neinn meistari í þessari vandasömu list. Ilann flutt- ist til Parísar, áður en fyrri heims- styrjöldin brauzt út. Hafa verður það í huga, að franskan var það mál, sem hann hafði lært í skóla, og franskar voru þær hugmyndir landsdrottnanna, sem hinn upp- reisnargjarni, ungi maður ákvað að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.