Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 51

Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 51
LÚÐVÍK 14. OG MADAME DE MAINTENON 49 tekið eftir því, að hún bar lítinn böggul undir höfuðsjali sínu og að böggull þessi virtist hreyfast af sjálfsdáðun. Einnig hafði sá hinn sami heyrt, að frá bögglinum barst lágt gráthljóð, um leið og hún steig upp í vagninn, en gráthljóð þetta kæfði hún með því að grípa í bögg- ulinn og sussa af mikilli óþolinmæði. Það var ekki um það að villast, að þetta var gráthljóð nýfædds barns. Þetta var aðeins einn stuttur þátt- ur í heilli runu af ástarævintýrum, sem mynda í sameiningu einn furðulegasta þáttinn í sögu Frakk- lands, þátt ,,Drottninganna til vinstri.“ Þetta er franskt orðatil- tæki, sem tekur til fjölmargra kvenna, fagurra kvenna eingöngu, sem voru alls ekki raunverulegar drottningar Frakklands, en gengdu skyldustörfum drottninga á bak við tjöldin og stundum einnig fyrir opnum tjöldum, hvað snertir áhrif á ríkið og stjórn þess. Segja má, að Frakkakonungar af Bourbonættinni hafi varpað einna mestum dýrðarljóma á Frakkland, ef undan er kannske skilin hinn skammvinni dýrðartími þess undir stjórn Napóleons. En það væri samt synd að segja, að þeir hafi ástundað hjúskapartryggð í ríkum mæli. Þeir áttu sínar ástmeyjar. Stundum tókst þessum konum að halda hylli konungs í langan tíma, stundum hirti hann ekki svo mjög um að dylja sambönd þessi. í slíkum tilfellum voru ástmeyjar þessar stundum kallaðar „Drottningar til vinstri“, og þetta var oft og tíðum hinum löglegu hægrihandardrottningum til sárra leiðinda. Sumar þessara ,,vinstrihandardrottninga“ gerðu sitt til þess að auka dýrðarljóma rík- isins og konungstólsins og höfðu jafnvel jákvæð áhrif á opinberar framkvæmdir. En að lokum leiddi þetta fyrirkomulag og afskipti „vinstrihandardrottninganna“ til hruns konungsveldisins og ógna stj órnarbyltingartímans. Tvær „vinstrihandardrottningar" Lúðvíks 14. leika einmitt sín hlut- verk í atburði þeim, sem lýst var hér að framan, þótt önnur þeirra komi þar reyndar aðeins fram á sjónarsviðið. Konan í slagkápunni átti eftir að verða Madame de Maintenon. Barnið, sem hún bar með leynd burt frá höllinni í skjóli nætur, var óskilgetið afkvæmi Lúðvíks konungs og Madame de Montespan, einnar hinnar allrafegurstu þessara kvenna að tjaldabaki hásætisins, en hún var einnig ein sú eyðslusam- asta og ófyrirleitnasta þeirra allra. Það var einmitt í þessu hlutverki sínu sem samsærismaður, að Ma- dame de Maintenon kynntist kon- unginum og vann fyrst hylli hans. Hún var barnfóstra barna fyrirrenn- ara síns, Madame de Montespan. Madame de Mainteon var að vísu ekki komin af alþýðufólki, hvað uppruna snerti, því að fjölskylda hennar taldist til lágaðalsins. En faðir hennar, Constant d’Aubigné, hafði verið dæmdur í fangelsi og ákærður um morð, landráð og pen- ingafölsun. Og í fangelsinu hafði hann einmitt táldregið sextán ára stúlku, dóttur aðstoðarfangelsis- stjórans, en stúlka þessi varð svo móðir Madame de Maintenon. D’ Aubigné var þá 43 ára að aldri. For-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.