Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 9

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 9
Árið 2019 hlaut Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarviðræðum Eþíópíu og Erítreu. Hann varð forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018 og réðst strax í miklar efnahagslegar umbætur innan Eþíópíu. Hann samdi formlegan friðarsáttmála sem batt enda á stríðsástand sem ríkt hafði á milli Eþíópíu og Erítreu frá árinu 1998, þótt stríðinu hafi í raun lokið árið 2000. Hins vegar hafði enginn formelegur friðarsáttmáli verið undirritaður og því stóðu ríkin enn í átökum nítján árum síðar. Þrátt fyrir þetta friðarsamkomulag hefur Ahmed verið harðlega gagnrýndur vegna borgarastyrjaldar í Tígraí-héraði sem stóð á milli eþíópísku alríkisstjórnarinnar og héraðsstjórnvalda í Tígraí á árunum 2020-2022. Mörghundruð stríðsglæpir voru framdir í þessari borgarastyrjöld og hafa báðar fylkingar sakað hina um ódæðin en árið 2021 birti Mannréttinda- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna skýrslu sem sakaði alla aðila, heri Eþíópíu, Þjóðfrelsishreyfingu Tígra (TPLF) og Erítreu, um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð. Það varpar fram þeirri spurningu hversu árangursríkar tilraunir Ahmeds til friðar voru í raun og veru og hvort hann sem stríðsglæpamaður hefði átt að hljóta friðarverðlaunin. Árið 1991 hlaut Aung San Suu Kyi, stjórnmálamaður frá Mjanmar, friðarverðlaun Nóbels. Hún er dóttir Aung San, sem hefur verið kallaður faðir nútíma Mjanmar, og var hún fyrsti leiðtogi stjórnmálaflokksins Lýðræðisfylkingarinnar (NLD). sem hún átti þátt í að stofna árið 1988. Árið 1990 tók Lýðræðisfylkingin þátt í þingkosningum í Mjanmar og hlaut 81% sæta á þinginu. Herforingja- stjórnin sem var þá við völd neitaði þó að samþykkja ósigurinn og var Aung San Suu Kyi komið fyrir í stofufangelsi þar sem hún dvaldi fram til 2010. Er hún dvaldi í stofufangelsinu hlaut hún Sakharov- verðlaun Evrópuþingsins árið 1990 og friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir ofbeldislausa baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum. Aung San Suu Kyi hélt áfram í stjórnmálum eftir að hún losnaði úr stofufangelsinu og árið 2016 varð hún leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar. Hins vegar hafa mannréttindasamtök harðlega gagrýnt hana frá því hún komst til valda þar sem hún hefur ekki beitt sér gegn ógeðfelldum ofsóknum mjanmarska hersins gegn Róhingjum, þjóðarbroti múslima í vesturhluta Mjanmar. Aung San Suu Kyi hefur tjáð sig um það að hún telji að ekki eigi sér stað þjóðernishreinsanir á Róhingjum þar sem það sé of sterkt til orða tekið, sem rímar ekki við mikla baráttu fyrir mannréttindum. Fleiri handhafar friðarverðlaunanna hafa verið umdeildir og þar má kannski helst nefna Barack Obama, sem hlaut þau árið 2009 og hafði verið við völd innan við ár þegar hann hlaut verðlaunin, en einnig Yasser Arafat, Shimon Peres og Yitzhak Rabin, sem hlutu þau 1994 í kjölfar Óslóarsamkomulagsins 1993 sem varðaði Palestínudeiluna. Flestir friðarverðlaunahafar Nóbels hafa virkilega látið gott af sér leiða og eiga verðlaunin skilið en þó er nokkuð áhugavert að skoða þá sem hafa það ekki og í leiðinni spyrja sig fyrir hvað verðlaunin standa í raun og til hvers þau stuðli að. Markmið þeirra er eðlilega að stuðla að friði í heiminum, en þau hafa þó alls ekki gert það í mörgum tilfellum. Það eru ekki bara friðarverðlaunin sem hafa furðulega handhafa heldur hlaut til dæmis Fritz Haber Nóbelsverðlaunin í efnafræði, en hann hefur verið kallaður faðir efnahernaðar, og Egas Moniz sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir að finna upp lóbótómíuna. Það er því kannski gott að rifja upp að upphafsmaður verðlaunanna er einnig maðurinn sem fann upp dýnamítið. 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.