Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 52

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 52
Undanfarin ár hefur umræðan um geðræna heilsu breyst mikið til hins betra. Við erum loksins farin að viðurkenna að geðræn vandamál gera okkur ekki að veikari einstaklingum. Það er léttara að opna sig um erfiðleikana sína og það er meiri skilningur í samfélaginu en áður. Yngri kynslóðir fara í meira mæli til sálfræðings og eru tilbúnari til að leita sér hjálpar. Þetta er góð byrjun, en þetta er alls ekki endastöðin. Því fleiri sem opnuðu sig um geðrænu erfiðleikana sína því skýrara varð hversu algengt þetta er og við sem samfélag þurfum að velta fyrir okkur af hverju. Hvað veldur því að stór hluti samfélagsins glímir við geðraskanir sem trufla daglegt líf þeirra. Geðraskanir eru skráð sem meginorsök fyrir bótum hjá 38% af fólki á örorku- eða endurhæfingarlífeyri á Íslandi. Það fer sífellt vaxandi að fólk er óvinnufært vegna kulnunar og geðrænna vandamála. Það skiptir ekki megin máli hvort að geðræn vandamál eru að færast í aukana eða hvort að það sé einfaldlega minna tabú að viðurkenna að þú sért að glíma við geðröskun. Það sem skiptir máli er að við tökum eftir að eitthvað er að í samfélagsgerðinni okkar. Brestir í geðheilsu á stórum skala eru viðvörunarbjöllur sem nauðsynlegt er að bregðast við. Geðræn vandamál eru mestmegnis útskýrð með persónulegum ástæðum: hún er kvíðin af því að hún vill vera fullkomin, hann er með þunglyndi því að hann vantaði umhyggju í æsku o.s.frv. En okkar persónulegu reynslur skapa mynstur og varpa ljósi á kerfisbundna vanda. „Hið persónulega er pólitískt“ var slagorð femínista á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar þær börðust fyrir að hið opinbera skipti sér einnig að félagsþjónustu og kynjajafnrétti. Árið 1963, í bókinni The Feminine Mystique, tengdi Betty Friedan saman tíðni vanlíðan og vímuefnanotkun húsmæðra við hversu skert tækifæri konur höfðu á þeim tíma. Hún sýndi fram á að persónuleg vanlíðan kvenna var viðvörunarbjalla um að breytingar væru nauðsynlegar í samfélaginu og konur gætu ekki verið lokaðar inni á heimilum að sjá um börnin. Eins segir hærri sjálfsvígstíðni karlmanna í dag að greinilega eru brestir í stuðningsneti karla. Stífar karlmennskuímyndir koma í veg fyrir margt, meðal annars að karlmenn geti myndað djúp tengls með fólkinu í kringum sig og opnað sig um andlega erfiðleika. Tíðni kulnunar og þunglyndis bendir til að álagið á okkur er of mikið. Síhækkandi hlutfall fólks sem er óvinnufært vegna geðraskana er ekki tilviljun heldur kerfisbundinn vandi. Það er um nokkra blóraböggla að velja úr en mér finnst líklegasta útskýringin vera kapítalismi og vinnumenning. Samfélagið okkar gengur út á framlög okkar til hagkerfisins og hvetur okkur til að vera endalaust að framleiða. 40 til 60 klukkustunda vinnuvikur eru normið en ofan á það bætist síðan heimilisverk, fjölskyldur, félagslíf og oft annars konar félagsstörf. Foreldrar okkar, afar og ömmur, unnu mörg allt sitt líf og unnu mikið. Nú er röðin komin að okkur að vinna jafn mikið en launin okkar ná aðeins að dekka brot af því sem laun foreldra okkar gerðu. Kaupmáttur hefur rýrnað og húsnæði er sífellt dýrara. Trú okkar á að 40 tíma vinnuvika geti fært okkur hamingjusamt líf fer minnkandi sem leiðir til vonleysis og vanlíðan. Þetta kerfi er byggt til að kreista úr okkur eins mikla vinnu og hægt er fyrir sem minnstu þóknun og hægt er að komast upp með. Hörmulegar afleiðingar þess eru að margir bugast, vinna sig í kulnun eða annars konar geðraskanir. GEÐHEILSA ER PÓLITÍSK: VIÐVÖRUNARBJÖLLUR SAMFÉLAGSINS Embla Rún Hall 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.