Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 24

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 24
23 Íþróttadiplómatík er aðferð sem fáir pæla í. Hún felur í sér að nota íþróttir til að hafa áhrif á diplómatísk, félagsleg og pólitísk samskipti ríkja. Kosturinn við að nýta íþróttir í þessum tilvikum er að íþróttir eru án landamæra, ýta undir brennandi áhuga stuðningsmanna og sameina fólk hvaðanæva að. Í gegnum tíðina hefur samspil íþrótta og stjórnmála skilað af sér bæði jákvæðum og neikvæðum tilfinningum og í stundum hafa íþróttir verið nýttar til að knýja fram breytingar. Íþróttaþvottur Íþróttaþvottur lýsir þeirri iðkun að nota íþróttir til þess að bæta eða efla orðspor eða ímynd þjóða, einstaklinga, hópa eða ríkisstjórnir. Íþróttaþvottur er áróður sem ríki reka með því að halda íþróttaviðburði, eignast eða styrkja íþróttaliði. Tilgangurinn er að beina athyglinni frá umdeildum eða neikvæðum þáttum eins og mannréttindabrotum, pólitískri kúgun eða annarri siðlausri hegðun. Hugtakið gefur til kynna vísvitandi tilraun til að hreinsa eða „þvo“ burt neikvæða skynjun eða gagnrýni sbr. grænþvottur og bleikþvottur. Í mars 2021 upplýstu mannréttindasamtökin Grant Liberty gríðarleg útgjöld Sádi-Arabíu sem náðu yfir 203 milljarða vegna meintrar íþróttaþvottastarfsemi. Dæmi um þessa fjárfestingu er eignarhald Saudi Public Investment Fund (PIF) á fjórum fótboltafélögum í Sádi-Araba-deildinni, sem gerir þeim kleift að eyða stjarnfræðilegum fjárhæðum eins og að greiða Cristiano Ronaldo yfir 30 milljarða á ári í laun. Slík óhófleg eyðsla ýtir ekki aðeins undir íþróttahagkerfið á heimsvísu heldur þvær líka gróf mannréttindabrot konungsríkisins, þar á meðal morðið á blaðamannninum Jamal Khashoggi og hlutverk þeirra í stríðinu í Jemen. Frægt dæmi um íþróttaþvott eru Ólympíuleikarnir í Berlín 1936 undir stjórn nasista. Adolf Hitler nýtti leikana sem áróðurstæki til að sýna yfirburði aríska kynþáttarins. Hann lét byggja Ólympíuleikvanginn í Berlín sem rúmar 100 þúsund manns og borgaði Leni Riefenstahl, áróðurskvikmyndagerðakonu, til að gera heimildarmynd um leikana. Auk þess voru tekin niður skilti sem bönnuðu gyðingum að vera í almennum rýmum. Þessi hugsýn Hitlers var rifin niður með sigri svarta íþróttamannsins Jesse Owens, sem vann til fernra gullverðlauna, og ögraði þannig hugmyndafræði þriðja ríkisins um yfirburð hvíta kynstofnsins. Þjóðernishyggja og íþróttir Þjóðernishyggja fléttast oft saman við íþróttaviðburði, þar sem þjóðir fylkja sér bakvið sína íþróttamenn og -lið til að sanna yfirburði sína á alþjóðavettvangi. Yfirvöld í Katar lögðu mikla áherslu á að halda Heimsmeistaramót karla í fótbolta 2022. Þau nýttu það sem tækifæri til að kynna framfarir og þróun landsins. En á sama tíma var kerfisbundin misnotkun á farandverkamönnum. Það undirstrikar hið mikla misræmi á milli ímyndarinnar sem sóst var eftir og raunveruleikans. ÍÞRÓTTIR OG STJÓRNMÁL Íris Björk Ágústsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.