Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 31
30
Ýmislegt er hægt að gagnrýna við kenningu Bourdieu. Helst skortir hana inngildingu. Margbreytilegir
þættir eins og kyn, fötlun, kynþáttur og kynhneigð spila stóran þátt í stéttarkerfinu. Persónulega
hef ég tekið eftir miklum væntingum innan menntakerfisins. Alveg frá grunnskóla er búist við því að
nemendur eigi að foreldra sem geti hjálpað með námið, að fólk vilji almennt fara í nám, að
nemendur kunni „rétta“ íslensku, að foreldrar hafi réttu verkfærin til að hjálpa barninu, að
nemendur hafi nægan frítíma og nægt fjármagn til að uppfylla allar námskröfur samfélagsins, að
nemendur kunni leikreglurnar og hafi getuna til að fara eftir þeim. Kerfið er ekki hannað fyrir
fjölbreytileikann sem lifir innan þess.
Í þessari grein geri ég grein fyrir mínu viðhorfi á stéttarkefinu á Íslandi með stuðningi frá kenningu
Bourdieu. Eftir að ég kynnti mér kenningu Bourdieu varð spurningin „hvaða stétt tilheyri ég?“
flóknari og það varð mun erfiðara að setja sig í einn flokk eins og ég hafði áður gert með kenningum
Marx á stétt. Markmið þessar ritgerðar er að fólk spái í margbreytilega samband sitt við stétt innan
ólíkra rýma. Þú getur verið af millistéttarfjölskyldu en með námserfiðleika eða af verkamannastétt
með enga námserfiðleika. Þú getur verið fyrsta kynslóð háskóla-menntaðra í ættinni þinni og ekki
haft sömu þekkingu innan þess rýmis og aðrir af margra kynslóða háskólamenntaðra. Aðalatriðið er
að stétt er meira en fjárhagslegur eiginleiki heldur er hún félagsleg og getur þess vegna litið alls
konar út. Vonandi eftir að lesa þessa grein hefur þú sem lesandi betri skilning á þá mismunandi
eiginleika sem mynda stétt innan menntakerfisins og hvernig þessir eiginleikar hafa áhrif á þig og
fólkið sem þú umgengst.