Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 53

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 53
Bjargráðin sem eru í boði fyrir fólk með geðræn vandamál eru takmörkuð og ríkið fjármagnar nánast ekkert af því. Sálfræðiþjónusta fellur ekki undir sjúkratryggingar svo fyrir hvert skipti þarf einstaklingurinn að borga um 20.000kr úr eigin vasa. Örfáir heppnir einstaklingar komast til sálfræðinga hjá heilsugæslunni sinni á viðráðanlegu verði en til þess að komast að þá þurfa tilfelli að vera gríðarlega alvarleg, helst sjálfsvígshugsanir. Einnig þarf heilsugæslan að hafa laust pláss, sem fáar hafa og þá bíður langur biðlisti. Augljóst er hvernig þetta ýtir undir stéttamisrétti. Þau sem eru vel stæð fjárhagslega og geta greitt fyrir geðheilsuþjónustu geta þar með gripið inn mun fyrr og mögulega komið í veg fyrir að verða óvinnufær. Þetta eru forréttindi sem efnaminna fólk hefur ekki og er því líklegra til þess að þurfa örorkulífeyri sem er þekkt fátæktargildra. Samfélagið tapar gríðarlega á að fjármagna ekki almennilega geðheilbrigðisþjónustu því svo margir detta úr námi eða vinnu vegna geðrænna vanda. Það virðist augljóst mál út frá mannúðlegum og efnahagslegum sjónarmiðum að ríkið þurfi að fjármagna geðheilbrigðisþjónustu betur. En þó að einstaklingsbundin hjálp sé nauðsynleg mun það einungis lækna einkennin en aldrei orsök vandans. Núverandi samfélagsgerð mun halda áfram að ýta fólki út í kulnun og auka tíðni geðraskana. Vöknum upp frá einstaklingshyggjunni þar sem geðræn heilsa er á herðum einstaklingsins og aðeins þau ríku hafa efni á að halda henni. Berjumst gegn samfélagslegu norminu sem segir okkur að við þurfum alltaf að leggja okkur 100% fram, vera metnaðarsöm og hámarka skilvirkni í öllu. Það græðir enginn á því á endanum. Viðvörunarbjöllur samfélagsins eru í fullum gangi og breytingar á þessari kapítalísku vinnumenningu er nauðsynleg. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.