Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 18
Dystópíur er sögur sem fá okkur til þess að hugsa um eigin tilveru með öðru sjónarhorni en við
erum vön. Í dystópíum draga höfundar oft upp svörtustu mynd af samfélagi sem hægt er.
Samfélögin geta verið skálduð eða dregið innblástur sinn af þeim sem við þekkjum úr eigin heimi. Í
þeim er oft að finna kerfi sem taka við í kjölfar stríðs eða styrjaldar. Dystópíur gera okkur kleift að
spegla samfélagið okkar í þeim. Við getum litið á það með mismunandi augum, jákvæðum eða
neikvæðum augum. Við getum nýtt þær til innblásturs eða til þess að skapa ótta. Sumar dystópíur
eru mjög líkar samtímanum okkar, taka má sem dæmi 1984 eftir George Orwell en hún á að gerast í
framtíðinni, árið 1984. Vert er að taka fram að bókin var gefin út árið 1949. Auðvitað er árið 1984
löngu liðið í okkar hugum en þrátt fyrir að bókin sé orðin tiltölulega gömul þá getum við samt sem
áður speglað samtímann okkar í henni og sjáum að Orwell var ekki það fjarri lagi þegar hann var að
ímynda sér framtíðina. 1984 gerist í landi þar sem ríkir einræði. Fylgst er með hverju einasta skrefi
íbúa þess. Aðalpersónan Winston er byltingarsinni og vill steypa stjórninni af stóli.
Stjórn landsins hefur umbreytt tungumálinu til þess að gera það nærri ómögulegt að byrja
byltingu. Með stjórn tungumáls fylgir oft stjórn á þekkingu og með stjórn á þekkingu er hægt að
velja hvað og hvernig upplýsingaflæði er. Án þekkingar er erfitt að byrja byltingu þar sem þú hefur
ekki orðaforðann eða hugtökin til þess að styðjast við. Í bókinni fjallar Orwell um mátt tungumálsins
og notkun þess til skilnings. Stjórn landsins sem oftast er þekkt sem „big brother“ og sumir kannast
kannski við setninguna „big brother is watching you“. Stjórnin er búin að sannfæra þegna sína að 2
+ 2 = 5 sem hljómar vitaskuld rangt en ef þú heyrir það aftur og aftur þá byrjarðu að lokum að trúa
því. Winston trúir því að 2 + 2 = 4 og er það hluti af söguþráðnum hans. Hann trúir því að stjórnin sé
að kúga fólkið þó það viti það ekki sjálft og hann ásamt Juliu byrja að vinna að byltingu. Í enda
bókarinnar fáum við að vita að byltingin endaði jafn skjótt og hún byrjaði. Winston og Julia eru
handsömuð eftir að hafa verið svikin og eru þau pyntuð í ráði sem heitir því skemmtilega nafni
„ministry of love“. Í lok bókarinnar situr Winston á kaffihúsi, Julia labbar framhjá án þess að segja
aukatekið orð og Winston skrifar í rykið á borðinu 2 + 2 = 5.
Söguþráður bókarinnar endurspeglar samtímann okkar á þann veg að nánast allt sem við gerum á
netinu er hægt að fylgjast með. Það eru einnig ríki sem reyna að hafa áhrif á og jafnvel stoppa
upplýsingaflæði í gegnum netið til þess að fólk eigi erfiðara með að koma sér saman eða fá
upplýsingar sem gætu leitt til byltingar.
Hungurleikarnir (e. Hunger Games) eftir Suzanne Collins eru dæmi um dystópíu sem dregur
innblástur sinn í sögulega atburði. Í þeirri bók sjáum við Panem sem er ríki sem dregur innblástur
sinn frá Bandaríkjunum. Ríkinu er skipt í 13 umdæmi, fylki og síðan Kapítalinn þar sem að efri stétt
landsins býr. Í Hungurleikunum má sjá mjög ógeðslega mynd af raunveruleikanum þar sem að
börnum er fórnað á hverju ári og eru látin berjast til dauða í hinum svokölluðu Hungurleikum enda
dregur bókin nafn sitt af þeim. Í forleiknum Danskvæði um söngfulga og slöngur (e. Ballads of
Songbirds and Snakes) er síðan minnst á „human zoo“ eða dýragarð þar sem að fólk var geymt. Þó
að okkur kynni að þykja þetta fremur ógeðslegt þá er ekki hægt að neita því að þetta dregur
innblástur í raunveruleikann. Á tímum forn-Grikkja var fólk látið berjast til dauða við ýmis dýr eða
annað fólk. Það voru víðsvegar um heim dýragarðar sem geymdu fólk og þá sérstaklega fólk frá
nýlenduþjóðum. Seinasta dæmið um þetta var í Brussel árið 1958 þar sem að fólk frá Kongó var til
sýnis og átti að minna fólk á „afrek“ Belgíu.
DYSTÓPÍUR: LIFE IMITATES ART
Margrét B W Waage Reynisdóttir
17