Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 46

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 46
HINN TILNEFNDI Björn Gústav Jónsson ,,Forseti og varaforseti Bandaríkjanna eru settir í embætti þann 20.janúar fjórða hvert ár. Ár hvert heldur forseti Bandaríkjanna stefnuræðu fyrir báðum þingdeildum að varaforseta, ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingmönnum beggja þingdeilda viðstöddum. Áður en athöfnin hefst útnefnir forsetinn einn einstakling úr erfðaröð forsetaembættisins til þess að þjóna sem „hinn tilnefndi eftirlifandi“ (e. Designated Survivor) sem dvelur á leynilegum stað fjarri þinghúsinu í DC og er í stakk búinn að taka við embætti forseta ef svo hræðilega vildi til að gerð sé árás á þinghúsið á meðan athöfninni stendur eða í tilviki náttúruhamfara. Bandaríska ríkisstjórnin er með neyðar- áætlun um að tryggja áframhaldandi starfsemi ríkisins í tilviki hamfara og er hlutverk hins tilnefnda eftirlifanda einn liður í þeirri áætlun. Það eru fleiri reglur í þessari áætlun en t.d. er ein þeirra er að forsetinn og varaforsetinn mega alls ekki vera saman í flugvél. Allir sem eru í erfðaröð forseta- embættisins njóta verndar bandarísku leyniþjónustunnar. Það hefur þekkst frá lokum fimmta áratugarins að einn einstaklingur sé valinn til að halda sig fjarri viðburðum á borð við innsetningarathöfn forsetans og stefnuræðu en ekki var talað opinberlega um hugtakið Designated Survivor fyrr en árið 1981 þegar Ronald Reagan ávarpaði þingið í fyrsta sinn sem forseti. Joe Biden ávarpaði þingið þann 7.mars síðastliðinn og Miguel Caradona var hinn tilnefndi eftirlifandi kvöldsins. Fyrstur í erfðaröð forsetaembættisins er varaforsetinn, síðan forseti fulltrúadeildarinnar, svo forseti Öldungadeildarinnar og svo koma ráðherrar í ríkisstjórninni og er þeim raðað eftir því hvenær embættið var stofnað. Ráðherraembættin eru 15 talsins og er Utanríkisráðherra-embættið elsta ráðherraembættið og þess vegna er utanríkisráðherrann sá fjórði í röðinni. Til þess að geta verið hinn tilnefndi þarf einstaklingur að uppfylla kröfur um kjörgengi til forseta. Forseti og varaforseti Bandaríkjanna þurfa að vera fæddir í Bandaríkjunum, hafa náð 35 ára aldri og búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Ef forseta Fulltrúadeildarinnar er bolað úr embætti þá er bráðabirgðaforsetinn ekki talinn með í erfðaröð forsetans og kæmi því ekki til greina sem Designated Survivor en annars er forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings annar í röðinni. Val á hinum tilnefnda er háð ákveðnum reglum en algengara er að einstaklingur neðarlega í röðinni sé valinn til að gegna þessu hlutverki. Þingflokkar Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins tilnefna einnig hvor um sig tvo einstaklinga (einn úr hvorri þingdeild) til að vera hinn tilnefndi fyrir hönd þingsins til að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins ef allt fer á versta veg. Þeir þingmenn sem um ræðir þurfa því að taka ákvarðanir fyrir hönd Bandaríkjaþings þar til búið er að fylla í öll þingsæti á nýjan leik. Ríkisstjórar allra 50 fylkja munu þurfa að fylla í Öldungadeildarþingsæti allra þeirra öldunga- deildarþingmanna sem létust í árásinni en það er þeirra skylda að fylla í öldungadeildarþingsæti ef öldungadeildarþingmaður fellur frá eða segir af sér, þar til kosningar eru haldnar um þingsætið. Það er erfitt að segja hvað myndi gerast ef hinn tilnefndi deyr eftir að hafa tekið skyndilega við embætti forseta en það eru nokkrir möguleikar til staðar. Ein lausn væri að annar af tilnefndu eftirlifendum þingsins verði gerður að þingforseta í flýti og verði þar með forseti Bandaríkjanna. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.